Orrustan við Bannockburn

Orrustan við Bannockburn (enska: Battle of Bannockburn, skosk gelíska: Blàr Allt nam Bànag eða Blàr Allt a' Bhonnaich) átti sér stað þann 24. júní 1314 og var stór sigur Skota í fyrsta skoska sjálfstæðisstríðinu. Orrustan þykir einn markverðasti atburður í sögu Skotlands.

Elsta myndin af orrustunni við Bannockburn. Róbert Skotlandskonungur heldur á öxi og Játvarður 2. Englandskonungur flýr í átt að Stirlingkastala.

Stirlingkastali, skoskt konunglegt borgarvirki, var þá undir umráð Englendinga. Kastalinn varð stöðugt undir umsátri af Skotum og því ákvað Játvarður 2. Englandskonungur að koma miklum herafla saman til að endurheimta stjórn á kastalanum. Tilraun hans til þess misheppnaðist og var herafli hans sigraður af minni heri undir forystu Róberts 1. Skotakonungs.

Aðdragandi

breyta

Skosku sjálfstæðisstríðin milli Englands og Skotlands hófust árið 1296. Í upphafi náðu Englendingar góðum árangri undir foryrstu Játvarðs 1. Englandskonungs en þeir sigruðu Skota í orrustunni við Dunbar (1296) og umsátrinu um Berwick (1296). Brottrekstur Jóhanns Balliol úr hásæti var einnig Englendingum í hag. Skotar sigruðu Englendinga í Stirling Bridge árið 1297. Á móti kom sigur Játvarðs 1. Englandskonungs í orrustunni við Falkirk árið 1298. Fyrir árið 1304 höfðu Englendingar lagt Skotland undir sig en árið 1306 tók Róbert 1. Skotakonungur við skosku krúnuna og stríðin hófust á ný.

Játvarður 2. Englandskonungur tók við veldisstólinn árið 1307 en náði ekki að halda sömu öflugri forystu og faðir sinn Játvarður 1. Þetta veikti stöðu Englendinga. Stirlingkastali var einn mikilvægasti kastali í valdi Englendinga enda úr honum var aðalleið á Skosku hálöndin stýrt. Árið 1314 leiddi Játvarður Bruce, yngri bróðir Róberts Bruce, umsátur um kastalann. Samið var um að kastalinn yrði afhentur Skotum ef umsátrinu lyki ekki fyrir sumar. Englendingar gátu ekki litið framhjá þessari áskorun og byrjuðu að búa sig undir stóra herferð. Riddaraliðið var um það bil 2.000 manns en fótgönguliðið 15.000 manns. Margir þeirra voru með langboga. Skotarnir voru ekki fleiri en 7.000–10.000 manns en eingöngu 250 þeirra hefðu verið riddarar. Skoska fótgönguliðið hefði verið með axir, sverð og spjót en örfáir með boga.

Heimild

breyta
   Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.