Ralph Eugene Reed Jr. (f. 24. júní 1961) er bandarískur stjórnmálaráðgjafi og lobbýisti, þekktastur fyrir að vera framkvæmdastjóri Christian Coalition frá stofnun samtakanna 1989 til ársins 1997. Reed var formaður Repúblikanaflokks Georgíufylkis til ársins 2001-2003.[1][2] Árið 2006 sóttist Reed eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins í kosningu til vararíkisstjóra fylkisins en laut í lægra haldi gegn Casey Cagle. Reed er í dag formaður Faith and Freedom Coalition, samtaka sem hann stofnaði árið 2009. Samtökin berjast fyrir íhaldsömum og trúarlegum gildum á pólitískum vettvangi.

Ralph Reed
Fæddur24. júní 1961 (1961-06-24) (63 ára)
Portsmouth, Virginíu, Bandaríkjunum
ÞjóðerniBandarískur
Þekktur fyrirStofnandi Christian Coalition
FlokkurRepúblikanaflokkurinn
MakiJoAnne Young (g. 1987)
Börn4

Menntun og pólítísk afskipti í háskóla

breyta

Reed hóf þátttöku í stjórnmálastarfi meðan hann var við nám við University of Georgia þar sem hann gekk til liðs við samtök ungra repúblíkana við skólann. Árið 1981 fluttist hann til Washington D.C. þar sem hann starfaði sem sjálfboðaliði hjá landssamtök ungliðahreyfingar flokksins (e. College Republican National Committee). Þar kynntist Reed meðal annars Jack Abramoff og Grover Norquist, sem hann starfaði náið með á næstu árum. Undir handleiðslu þríeykis Reed, Abramoff og Norquist urðu samtökin áberandi í bandarískum stjórnmálum. Árið 1983 tók Reed tók við af Norquist sem framkvæmdastjóri samtakanna. Sama ár varð Reed fyrir trúarlegri upplifun þegar hann fann heilagan anda koma yfir sig og endurfæddist hann í kjölfarið og tók evangelíska kristna trú.

Reed útskrifaðist með BA gráðu í sagnfræði frá University of Georgia 1985 eftir sex ára nám. Eftir nokkur ár í Washington flutti Reed til Norður Karólínu þar sem hann kom að stofnun Students for America, íhaldsama hreyfingu aðgerðarsinna sem var fjármögnuð af Jesse Helms öldungadeildarþingmanni Norður Karólínu.[3]

Christian Coalition

breyta

Árið 1989 stofnaði sjónvarpspredíkarinn Pat Robertson samtökin Christian Coalition sem þrýstihóp fyrir kristna íhaldsmenn. Robertson hafði árið áður tapað í prófkjöri Repúblíkanaflokksins vegna forsetakosninganna 1988. Robertson réð Reed til að gegna stýra samtökunum. Samtökin efldust verulega undir stjórn Reed og urðu einn af áhrifamestu þrýstihópum í Bandaríkjunum. Samtökin hafa einbeitt sér að fjölskyldu- og siðferðismálum, og beittu sér af þunga gegn rétti kvenna til þungunarrofs, auk þess að berjast gegn réttindum samkynhneigðra. Undir stjórn Reed börðust samtökin einnig gegn kennslu á þróunarkenningunni .[4]

Samtökin höfðu veruleg áhrif innan Repúblikanaflokksins en þau hafa, bæði með styrkjum til frambjóðenda flokksins og auglýsingaherferðum. Samtökin léku meðal annars lykilhlutverk í kosningasigri flokksins í þingkosningunum 1994.[5] Reed varð þekkt andlit i Bandaríkjunum og prýddi meðal annars forsíðu tímaritsins Time árið 1995, þar sem hann var titlaður "Hægri hönd Guðs".

Reed yfirgaf samtökin árið 1997 en á þeim var hann grunaður um að hafa brotið lög um fjármögnun kosninga. Rannsókn FEC (Federal Election Commission) sem hefur eftirlit með framfylgd laganna lauk árið 1999 og voru samtökin dæmt til þess að greiða lítilvæga sekt.[6] [7]

Störf sem ráðgjafi og pólítískur ferill

breyta

Eftir að Reed lét af störfum fyrir Christian Coalition tók hann að starfa sem pólítískur ráðgjafi fyrir frambjóðendur repúblikana og lobbýisti. Árið 1997 stofnaði hann ásamt Tim Phillips, ráðgjafarfyrirtækið Century Strategies sem sérhæfði sig í aðstoð við kristna íhaldsmenn og frambjóðendur sem börðust fyrir "hefðbundnum fjölskyldugildum." Century Strategies tóku einnig að sér að tala máli stórfyrirtækja á borð við Microsoft, Enron og Verizon og þrýsta á þingmenn fyrir þeirra hönd.[8] Reed var gagnrýndur fyrir hagsmunaárekstra í kosningunum 2000 þegar í ljós kom að hann var bæði ráðgjafi fyrir forsetaframboð George W. Bush og á launaskrá Microsoft, en hugbúnaðarfyrirtækið var þeim tíma undir rannsókn fyrir brot á samkeppnislögum.[9]

Ralph Reed sóttist eftir embætti vararíkisstjóra Georgíu árið 2006 en tengsli hans við Jack Abramoff, sem árið 2005 var ásakaður m.a. um að múta opinberum starfsmönnum fyrir hönd spilavíta til þess að hafa áhrif á löggjafir, hafði verulega slæm áhrif á framboð hans. Reed tapaði í forkosningum repúblikanaflokksins gegn ríkisþingmanninum Casey Cagle.[10]

Eftir að Ralph Reed hætti sem framkvæmdastjóri Christian Coalition árið 1997 flutti hann til Georgíu þar sem hann starfaði sem stjórnmálaráðgjafi og síðan formaður Repúblikanaflokksins í Georgíu frá árinu 2001 til ársins 2003.[11] Árið 2006 bauð hann sig fram sem landstjóra Georgíu en datt út í undankeppninni þar sem andstæðingur hans var með meira en tíu prósenta forskot.[12]

Í seinni tíð hefur Reed ennþá verið stór áhrifavaldur þess að koma stuðningi kristinna íhaldsmanna til Repúblikanaflokksins. Hann hefur verið mikill bandamaður Repúblikana í því menningarstríði sem hefur staðið á milli íhaldsmanna og þeirrar stefnu sem jókst í vinsældum á sjöunda áratug sem spornar gegn hefbundum bandarískum gildum sem hefur verið kölluð nýja vinstrihreyfingin.[13] Árið 2009 stofnaði hann samtökin Faith and freedom coalition, stefnumál þeirra er að halda upp á hefðbundin bandarísk gildi sem koma að fjölskyldu, trú, hjónaböndum og vinnu.[14]

Árið 2012 reyndi Reed að kynda undir sigur Mitt Romney í forsetakosningunum með auglýsingaherferð þar sem hann notaðist við bréfsendingar, símtöl, tölvupóst og jafnvel heimsóknir til kjósenda.[15]

Árið 2016 tókst Reed að auka fylgi forsetaframbjóðenda Repúblikana og var það þá Donald Trump. Strax eftir að Donald Trump varð frambjóðandi Repúblikana lýsti Ralph Reed því yfir að hann og samtök hans, Faith and freedom coalition¸ myndu styðja framboð hans og á Reed þátt í því að koma kristnum íhaldsmönnum til stuðnings við Trump.[16]

Tilvísanir

breyta
  1. Jr, B. Drummond Ayres (6. maí 2001). „Ralph Reed Wins Election To Lead Georgia Republicans (Published 2001)“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 3. desember 2020.
  2. „Christian Coalition“. law.jrank.org (enska). Sótt 3. desember 2020.
  3. „Ralph Reed | Infoplease“. www.infoplease.com (enska). Sótt 30. desember 2020.
  4. Hartmana, Andrew, War for the soul of america: a history of the culture wars, bls. 207 - 212.
  5. Flynn, Sean. „The Sins of Ralph Reed“. GQ (bandarísk enska). Sótt 30. desember 2020.
  6. „Christian Coalition“. law.jrank.org (enska). Sótt 30. desember 2020.
  7. „Christian Coalition“. law.jrank.org (enska). Sótt 3. desember 2020.
  8. Flynn, Sean. „The Sins of Ralph Reed“. GQ (bandarísk enska). Sótt 30. desember 2020.
  9. Marshall, Joshua (19. desember 2001). „Mr. Gates Goes To Washington“. The American Prospect (bandarísk enska). Sótt 30. desember 2020.
  10. „Politics1 - American Politics, Elections, Candidates & Campaigns“. web.archive.org. 20. október 2010. Afritað af uppruna á 20. október 2010. Sótt 30. desember 2020.
  11. Jr, B. Drummond Ayres (6. maí 2001). „Ralph Reed Wins Election To Lead Georgia Republicans (Published 2001)“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 3. desember 2020.
  12. Dewan, Shaila (19. júlí 2006). „Ralph Reed Loses Georgia Primary Race (Published 2006)“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 3. desember 2020.
  13. Hartmana, Andrew, War for the soul of america: a history of the culture wars, bls. 51.
  14. „About“. Faith and Freedom Coalition (bandarísk enska). Sótt 3. desember 2020.
  15. Becker, Jo (23. september 2012). „An Evangelical Is Back From Exile, Lifting Romney (Published 2012)“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 3. desember 2020.
  16. Orr, Gabby. 'Render to God and Trump': Ralph Reed calls for 2020 obedience to Trump“. POLITICO (enska). Sótt 3. desember 2020.