1348
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1348 (MCCCXLVIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Jón Guttormsson skráveifa var dæmdur á náð konungs fyrir illvirki og sigldi á konungsfund það ár að biðja sér griða.
- Jón Sigurðsson Skálholtsbiskup kom til Íslands frá Noregi en þegar skip hans og önnur skip sigldu til Íslands var Svarti dauði ekki kominn til Noregs svo að Íslendingar sluppu við pestina að sinni.
Fædd
Dáin
- Holti Þorgrímsson hirðstjóri.
- Jón Sigurðsson, biskup í Skálholti frá 1343.
Erlendis
breyta- 7. apríl - Karlsháskóli stofnaður í Prag.
- Fyrstu tilfelli svarta dauða í Mið- og Vestur-Evrópu.
- Júní - Svarti dauði barst til Englands.
- Heilagur Georg tók við af Játvarði góða sem verndardýrlingur Englands.
- Magnús Eiríksson Svíakonungur fór í stríð gegn Hólmgarði og Svíar biðu ósigur í orrustunni við Schabtschin en lögðu Hnetuborg undir sig.
- Játvarður 3. Englandskonungur stofnaði sokkabandsorðuna.
- Svarti dauði herjaði í Kaíró.
Fædd
- Andronikos 4. Palaeologos, Býsanskeisari.
- Rikardis af Schwerin, Svíadrottning, kona Albrechts af Mecklenburg (d. 1377).
Dáin
- 2. september - Jóhanna, prinsessa af Englandi (f. um 1333).
- 12. september - Jóhanna halta, Frakklandsdrottning, fyrri kona Filippusar 6. (f. 1293).