1293
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1293 (MCCXCIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Þorlákur Narfason varð lögmaður norðan og vestan öðru sinni.
- Agatha Helgadóttir, systir Árna biskups, var vígð abbadís í Kirkjubæjarklaustri.
- Sigurður Guðmundsson lögmaður deildi við Jörund Hólabiskup út af eignarhaldi á Möðruvöllum í Hörgárdal.
- Loðinn af Bakka féll í ónáð í Þrándheimi og var gerður útlægur til Íslands.
- Ljótur Hallsson varð ábóti í Munkaþverárklaustri.
Fædd
Dáin
- Eyjólfur Brandsson, ábóti í Munkaþverárklaustri.
Erlendis
breyta- 26. maí - Jarðskjálfti í Kamakura í Japan. Talið er að um 30.000 manns hafi farist.
- Agnes af Brandenborg, ekkja Eiríks klippings og móðir Danakonunganna Eiríks menved og Kristófers 2., giftist Geirharði blinda af Holtsetalandi.
- Stralsund gekk í Hansasambandið
- Þorgils Knútsson hóf þriðju sænsku krossferðina gegn hinum heiðnu kirjálum.
- Dante Alighieri lauk við ljóðabókina La Vita Nuova.
Fædd
- 24. júní - Jóhanna halta af Búrgund, drottning Frakklands, kona Filippusar 6. (d. 1348).
- Beatrice af Kastilíu, drottning Portúgals (d. 1359).
- Filippus 5. Frakkakonungur (d. 1322).
- Filippus 6. Frakkakonungur (d. 1350).
- Walter Stewart, stallari Skotlands og faðir Róberts 2. Skotakonungs (d. 1326).
Dáin