79
ár
79 (LXXIX í rómverskum tölum) var 79. ár 1. aldar sem hófst á föstudegi samkvæmt júlíanska tímatalinu. Í Rómaveldi var árið þekkt sem ræðismannsár Ágústusar og Vespasíanusar eða sem árið 832 ab urbe condita. Talan 79 hefur verið notuð frá því á miðöldum þegar árin frá fæðingu Krists urðu ríkjandi tímatal í Evrópu.
Árþúsund: | 1. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Atburðir
breyta- Vespasíanus Ágústus og Títus Caesar Vespasíanus urðu ræðismenn í Rómaveldi.
- 23. júní - Vespasíanus lést úr niðurgangi. Síðustu orð hans voru „ég held ég sé að breytast í guð“. Títus sonur hans tók við keisaratigninni.
- 24. ágúst - Eldgosið í Vesúvíusi 79: Vesúvíus gaus með þeim afleiðingum að bæirnir Pompeii, Herculaneum, Stabiae og Oplontis fóru í eyði.
- Gnaeus Julius Agricola hélt áfram herförum Rómverja í Bretlandi. Virkin Mamucium (Manchester) og Deva Victrix (Chester) voru reist.
Fædd
breyta- He Hankeisari í Kína (d. 105).
- Ma Rong, kínverskur embættismaður (d. 166).
Dáin
breyta- 23. júní - Vespasíanus, Rómarkeisari (f. 9).
- 16. ágúst - Ma keisaraynja (f. 40).
- 24. ágúst - Caesius Bassus, rómverskt skáld.
- 25. ágúst - Pliníus eldri, rómverskur rithöfundur (f. 23).