Pétur Haraldsson Blöndal (24. júní 194426. júní 2015) var doktor í stærðfræði og alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og sat um tíma í nefndum Efnahags- og viðskiptanefndar sem formaður, Félagsmálanefndar, Heilbrigðis- og trygginganefndar og Íslandsdeildar ÖSE sem formaður.[1]

Dr. Pétur Haraldsson Blöndal (PHB)

Pétur Blöndal

Fæðingardagur: 24. júní 1944(1944-06-24)
Fæðingarstaður: Reykjavík
Dánardagur: 26. júní 2015
7. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður
Flokkur: Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn
Nefndir: Efnahags- og skattanefnd,
Félags- og tryggingamálanefnd,
Heilbrigðisnefnd
Íslandsdeild ÖSE
Þingsetutímabil
1995-2003 í Reykv. fyrir Sjálfstfl.
2003-2007 í Reykv. s. fyrir Sjálfstfl.
2007-2009 í Reykv. n. fyrir Sjálfstfl.
2009-2013 í Reykv. n. fyrir Sjálfstfl.
2013-2015 í Reykv. s. fyrir Sjálfstfl.
= stjórnarsinni
Embætti
2003-2007 Formaður efnahags- og viðskiptanefndar
2007-2009 Formaður efnahags- og skattanefnar
1996-2000 Formaður Íslandsdeildar ÖSE-þingsins
2003-2007 Formaður Íslandsdeildar ÖSE-þingsins
Tenglar
Æviágrip á vef AlþingisVefsíða

Pétur fæddist þann 24. júní í Reykjavík árið 1944. Foreldrar hans voru Haraldur H. J. Blöndal sem var sjómaður og verkamaður, og Sigríður G. Blöndal skrifstofukona. Hann lést þann 26. júní 2015 á heimili sínu eftir áralanga baráttu við krabbamein.

Hann lauk stúdentsprófi úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 1965 og síðar Diplom-próf í eðlisfræði, stærðfræði, tölvunarfræði og alþýðutryggingum við Kölnarháskóla 1971. Að því loknu tók hann doktorspróf í líkindafræði við sama háskóla 1973. Doktorsritgerðin hans hét Explizite Abschätzung des Fehlers im mehrdimensionalen zentralen Grenzwertsatz.[2]

Starfsferill

breyta

Árið 1973 hóf hann störf við raunvísindastofnun Háskóla Íslands og hélt hann þeirri stöðu í tvö ár. Eftir það varð hann stundakennari við Háskóla Íslands frá árunum 1973 til 1977. Hann gengdi stöðu forstjóra við lífeyrissjóð verslunarmanna árin 1977 til 1984 og hóf einnig árið 1977 að veita tryggingarfræðilega ráðgjöf og útreikninga fyrir ýmsa lífeyrissjóði og einstaklinga, og hélt hann því áfram í 17 ár. Hann var varð framkvæmdarstjóri Kaupþings árið 1984 og var það til ársins 1991. Hann kenndi við Verslunarskóla Íslands frá árunum 1991 til ársins 1994, og hóf störf sem stjórnarformaður Tölvusamskipta árið 1994 og starfaði þar í eitt ár. Var formaður framkvæmdanefndar Landssambands lífeyrissjóða árin 1980 til 1984 og formaður hjá Landssambandi lífeyrissjóða árin 1984 til 1990. Hann starfaði í endurskoðunarnefnd lífeyriskerfisins árin 1984 til 1986. Hann var í stjórn Verðbréfaþings Íslands árin 1985 til1990. Hann var í stjórn Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda (1981-1988), Kaupþings (1982-1986) og svo var hann formaður nokkurra dótturfyrirtækja árin 1987-1991. Hann varð formaður skattamálanefndar Sjálfstæðisflokksins árin 1981-1982, og í stjórn Húseigandafélagsins árin 1982 til 1992 þar sem hann gengi stöðu formanns lengst af. Hann er og hefur verið stjórnarformaður Silfurþings ehf. síðan ársins 1988. Hann sat í nefnd um reglugerð sem fjallaði um húsbréfakerfið (1988) og í stjórn Tölvusamskipta hf. (lengst af formaður) síðan árið 1990. Í stjórn SH-verktaka hf. (1991-1992) og stjórnarformaður Veðs hf. og Veðafls hf. (1992-1993). Hann sat í stjórn Sæplasts hf. (1991-1996) og var varaformaður Marstars hf. (1994-1997). Árið 1994 var hann kosinn í bankaráði Íslandsbanka hf. og sat til ársins 1995 og árin 2003 og út 2004 var hann í sjórn SPRON. Hann sat í nefnd um endurskoðun stærðfræðikennslu (1994-1998) og af og til var hann einnig í stjórn Félags íslenskra tryggingarfræðinga.[1]

Alþingisferill

breyta

Hann var Alþingismaður Reykjavíkur frá árunum 1995 til 2003, svo var hann alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suðurs frá árunum 2003 til 2007, varð svo alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norðurs árið 2007 en varð svo aftur alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suðurs árið 2013. Hann var í Iðnaðarnefnd frá árunum 1995 til 2003, félagsmálanefnd frá árunum 1995 til 2007, í Efnahags- og viðskiptanefnd árin 1995 til 2000 og frá árunum 2003 til 2007 sem formaður. Hann var í sérnefnd um fjárreiður ríkisins frá árunum 1996 til 1997, heilbrigðis- og trygginganefnd frá árunum 2003 til 2007. Hann varð formaður efnahags- og skattanefnd árið 2007 og heldur enn þeirri stöðu. Árið 2007 hóf hann störf hjá félags- og tryggingamálanefnd og heilbrigðisnefnd. Hann hóf störf við Íslandsdeild Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu árið 1995 og lauk þar störfum árið 2000 (þar sem hann gætti stöðu formanns frá árunum 1996 til 2003) og hóf aftur störf þar árið 2003 sem formaður og var til dauðadags.[1]

Einkalíf

breyta

Pétur var giftur Moniku Blöndal og eignaðist 4 börn og þar af 3 kjörbörn; Davíð (1972), Dagnýju (1972), Stefán Patrik (1976), og Stellu Maríu (1980). Þau skildu. Pétur hóf svo sambúð með Guðrúnu Birnu Guðmundsdóttur og áttu þau saman Baldur Blöndal (1989) og Eydísi Blöndal (1994).[1] Þau skildu. Eftirlifandi eiginkona Péturs er Eyrún Rós Árnadóttir.

Tilvísanir

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi stjórnmálagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.