Alexander Hamilton (11. janúar 175512. júlí 1804) var fyrsti fjármálaráðherra Bandaríkjanna (1789-1795) og einn hinna svokölluðu „landsfeðra“ Bandaríkjanna. Í bandarísku byltingunni barðist Hamilton við hlið George Washington og var einn nánasti ráðgjafi hans. Að stríði loknu, árið 1782, var Hamilton kosinn á Sambandsþingið sem fulltrúi New York, en hann sagði því starfi lausu til að helga sig lögmennsku og bankarekstri.

Alexander Hamilton
Portrett af Hamilton eftir John Trumbull (1806).
Fjármálaráðherra Bandaríkjanna
Í embætti
11. september 1789 – 31. janúar 1795
ForsetiGeorge Washington
ForveriEmbætti stofnað
EftirmaðurOliver Wolcott Jr.
Persónulegar upplýsingar
Fæddur11. janúar 1755
Charlestown, Nevis, Hléborðseyjum
Látinn12. júlí 1804 (49 ára) New York-borg, New York, Bandaríkjunum
ÞjóðerniBandarískur
StjórnmálaflokkurSambandssinnaflokkurinn
MakiElizabeth Schuyler (g. 1780)
Börn8
HáskóliColumbia-háskóli
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Æviágrip

breyta

Alexander Hamilton fæddist á Sankti Kristófer og Nevis, þá Leeward eyja í Karíbahafi en fluttist til Bandaríkjanna þegar hann var nítján ára gamall. Hann giftist Elisu Skyler árið 1780 og átti með henni átta börn. Þrátt fyrir að hafa verið mjög áberandi við stofnun Bandaríkjanna varð Alexander Hamilton aldrei forseti, líklega vegna framhjáhalds, en hann hélt framhjá konu sinni með ungri stúlku, María Reynolds að nafni. Þetta var eitt af fyrstu kynlífshneykslunum í bandarískri pólitík.[1]

Stjórnmálaskoðanir Hamiltons

breyta

Hamilton var einn af fremstu lögspekingum síns tíma í Bandaríkjunum og einn mikilvægasti áhrifavaldur á stjórnskipunarrétt í Bandaríkjunum. Um helmingur Greina bandalagsmanna var saminn af Hamilton og sem fulltrúi New York-ríkis á Sambandsþinginu var hann einn þeirra sem undirrituðu Stjórnarskrá Bandaríkjanna árið 1789.

Hamilton var talsmaður sterks miðstjórnarvalds og lagði grunninn að fjármálakerfi Bandaríkjanna með útgáfu ríkisskuldabréfa en ríkisfjármál og skuldir bæði alríkisins og einstakra ríkja voru í upplausn að loknu frelsisstríðinu. Hamilton kom því einnig til leiðar að stofnaður var fyrsti seðlabanki Bandaríkjanna, The Bank of the United States.

Hamilton var einn stofnenda Flokks Sambandssinna, The Federalist Party, fremsti hugmyndafræðingur flokksins og höfundur stefnumála hans. Helsti andstæðingur Hamiltons í stjórnmálum var Thomas Jefferson og stjórnmálaflokkur hans, Demokratískir repúblíkanar. Jefferson hélt því fram að Hamilton væri of hallur undir sterkt miðstjórnarvald og hagsmuni peningaafla í borgum vesturstrandarinnar.

Illdeilur Hamiltons og Arons Burr

breyta

Hamilton lést árið 1804 í einvígi við pólítískan andstæðing, Aaron Burr. Aðdragandi einvígisins voru illdeilur og óvinskapur Burrs og Hamiltons sem átti meðal annars rætur í forsetakosningunum 1800. Í forsetakosningunum það ár fengu Thomas Jefferson og Burr jafn marga kjörmenn og kom það því til kasta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings að kjósa forseta. Burr og Jefferson nutu hins vegar jafn mikils fylgis í þinginu og var það ekki fyrr en Hamilton lýsti yfir stuðningi við Jefferson sem hann náði meirihluta og var kjörinn forseti. Burr varð þá varaforseti Jeffersons. Ástæða þess að Hamilton kaus að styðja þennan pólítíska andstæðing sinn var sú að hann taldi Burr óheiðarlegan og óttaðist stjórnmálaskoðanir hans.

Sögulegur arfur

breyta

Á nítjándu öldinni var Hamilton hampað af Viggum (the Whig party) og síðar hinum nýstofnaða Repúblíkanaflokk sem einum mikilvægasta landsföður Bandaríkjanna.

Í dægurmenningu

breyta

Alexander Hamilton var aðalpersónan í söngleiknum Hamilton sem frumsýndur var á Broadway árið 2015. Tónlistarmaðurinn Lin-Manuel Miranda skrifaði söngleikinn og lék sjálfur Hamilton. Manuel segist hafa samið söngleikinn eftir að hafa lesið ævisögu Hamiltons eftir Ron Chernow.[2]

Tilvísanir

breyta
  1. Wikipedia.org, 2017
  2. „Rolling Stone, 2016“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. nóvember 2017. Sótt 12. nóvember 2017.