Kamilla Einarsdóttir
íslenskur rithöfundur
Kamilla Einarsdóttir (f. 11. janúar 1979) er íslenskur rithöfundur. Árið 2016 birtist smásagan Læsi í Burkina Faso og aðrar aðferðir til að taka einhvern á löpp eftir Kamillu í bókinni Ástarsögur íslenskra kvenna: frásagnir úr raunveruleikanum sem er samansafn reynslusagna íslenskra kvenna af ástinni. Fyrsta skáldsaga Kamillu er samtímasagan Kópavogskrónika og kom út árið 2018. Önnur skáldsaga hennar, Tilfinningar eru fyrir aumingja, kom út árið 2021.[1][2] Árið 2020 var frumsýnt samnefnt leikverk í Þjóðleikhúsinu upp úr Kópavogskróniku í leikstjórn Silju Hauksdóttur.[3] Kamilla er dóttir rithöfundarins Einars Kárasonar.[4]
Fædd: | 11. janúar 1979 |
---|---|
Starf/staða: | Rithöfundur |
Frumraun: | Kópavogskrónika |
Ritverk
breytaSkáldsögur
breyta- 2018 - Kópavogskrónika - til dóttur minnar með ást og steiktum
- 2021 - Tilfinningar eru fyrir aumingja
Smásögur
breyta- 2017 - Læsi í Burkina Faso og aðrar aðferðir til að taka einhvern á löpp