Kristjana Friðbjörnsdóttir
Kristjana Friðbjörnsdóttir (fædd 11. janúar 1976 í Reykjavík) er íslenskur barnabókahöfundur. Meðal verka Kristjönu eru þrjár bækur um einkaspæjarann Fjóla Fífils og fjórar um ólátabelginn Ólafíu Arndísi. Kristjana lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1996 og B.Ed.-gráðu frá Kennaraháskóla Íslands árið 1999. Hún hefur starfað sem grunnskólakennari og unnið að námsgagnagerð.[1] Kristjana hlaut Vorvinda IBBY árið 2013 fyrir framlag sitt til barnamenningar.[2]
Útgefnar bækur
breytaFjóli Fífils
breyta- Fjóli Fífils: Skuggaúrið (2007)
- Ritdómur: Hildur Heimisdóttir. „Fjóli Fífils“, Fréttablaðið, 10. desember, 2007.
- Ritdómur: Hildur Loftsdóttir. „Fyndin fleygiferð um heiminn“, Morgunblaðið, 22. desember, 2007.
- Fjóli Fífils: Lausnargjaldið (2008)
- Ritdómur: Hrund Ólafsdóttir. „Teiknimyndahúmor“, Lesbók Morgunblaðsins, 15. nóvember, 2008.
- Ritdómur: Hildur Heimisdóttir. „Galsi og hraði“, Fréttablaðið, 23. desember, 2008.
- Fjóli Fífils: Sverð Napóleons (2009)
Ólafía Arndís
breyta- Flateyjarbréfin (2010)
- Ritdómur: Ingveldur Geirsdóttur. „Viðburðaríkt sumar í Flatey“, Morgunblaðið, 26. nóvember, 2010.
- Bókin hlaut Barnabókaverðlaun menntaráðs Reykjavíkurborgar 2011.[3]
- Dagbók Ólafíu Arndísar (2011)
- Ritdómur: Ingveldur Geirsdóttir. „Dagbók Ólafíu Arndísar“, Morgunblaðið, 1. desember, 2011.
- Ritdómur: Páll Baldvin Baldvinsson. „Dalvíkurdagbókin“, Fréttatíminn, 9. desember, 2011.
- Ritdómur: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir. „Stórgóð og grallaraleg krakkasaga“, Fréttablaðið, 19. janúar, 2012.
- Reisubók Ólafíu Arndísar (2012)
- Ritdómur: Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir. „„Ég er Ólafía Arndís Jónsdóttir, þrettán ára ritsnillingur““, Fréttablaðið, 19. nóvember, 2012.
- Ritdómur: Ingveldur Geirsdóttir. „Reisubók Ólafíu Arndísar“, Morgunblaðið, 29. nóvember, 2012.
- Bókin var tilnefnd á heiðurslista IBBY 2013.[4]
- Lífsreglur Ólafíu Arndísar (2013)
- Ritdómur: Ingveldur Geirsdóttir. „Líflegar lífsreglur“, Morgunblaðið, 20. desember, 2013.
Freyja og Fróði
breyta- Freyja og Fróði í sundi (2015)
- Freyja og Fróði hjá tannlækni (2015)
- Freyja og Fróði í klippingu (2016)
- Freyja og Fróði geta ekki sofnað (2016)
- Freyja og Fróði fara í búðir (2017)
- Freyja og Fróði eru lasin (2017)
- Freyja og Fróði rífast og sættast (2018)
- Freyja og Fróði eignast gæludýr (2018)
Önnur verk
breyta- Rosalingarnir (2019)
Heimildir
breyta- ↑ (Næstum því) Allt um Kristjönu
- ↑ „Rithöfundar og Kúlan hlutu viðurkenningu“, Morgunblaðið, 14. maí, 2013.
- ↑ „Flateyjarbréfin fá barnabókaverðlaun menntaráðs 2011“, Morgunblaðið, 21. apríl, 2011.
- ↑ „Kristjana, Kristín og Halla tilnefndar“, Morgunblaðið, 17. september, 2013.