Ruhr
(Endurbeint frá Ruhr-hérað)
Ruhr (þýska: Ruhrgebiet) einnig þekkt sem Ruhr-hérað, Ruhr-dalur, er svæði í Norðurrín-Vestfalía í Þýskalandi.
Það er þéttbýlasta svæði landsins og búa meira en 5 milljónir þar. Það er hluti af Rín-Ruhr-stórborgarsvæðinu og eru helstu borgirnar við árnar Ruhr, Rín og Lippe. Svæðið er ríkt af löss-lögum sem gerir jarðveginn frjóan og hefur verið mikilvægt fyrir landbúnað á svæðinu. Kola og stál vinnsla hefur verið sögulega mikilvæg grein og ýtt undir þéttbýlismyndun.
Dortmund (600.000), Essen (590.000) og Duisburg (500.000) eru stærstu borgirnar. En einnig má nefna Gelsenkirchen, Bochum, Oberhausen, Bottrop, Mülheim an der Ruhr, Herne, Hagen, Recklinghausen, Lünen, Bergkamen og Hamm.