Kaliforníuháskóli

Kaliforníuháskóli (e. University of California eða UC) er ríkisrekið háskólakerfi í Kaliforníu í Bandaríkjunum Auk Kaliforníuháskóla eru tveir aðrir ríkisreknir háskólar í Kaliforníu en þeir eru Ríkisháskólinn í Kaliforníu (e. California State University) Alþýðuháskólar Kaliforníu (e. California Community Colleges system). Í raun samanstendur hver þessara stofnana af mörgum háskólum sem njóta nokkurs sjálfstæðis. Í Kaliforníuháskóla eru skráðir nemendur rúmlega 191 þúsund talsins.

The seal of the University of California 1868
The seal of the University of California 1868
Hilgard Hall í Berkeley

Fyrsti háskólinn sem tilheyrir Kaliforníuháskóla var Kaliforníuháskóli í Berkeley, sem var stofnaður árið 1868 en nýjasti skólinn og sá tíundi í röðinni er Kaliforníuháskóli í Merced, sem tók til starfa haustið 2005. Í öllum skólunum tíu sem mynda Kaliforníuháskóla er boðið upp á |bæði grunnnám og framhaldsnám, nema í Kaliforníuháskóla í San Francisco þar sem einungis er boðið upp á framhaldsnám og nám í lækna- og heilbrigðisvísindum og í Lagaskólanum í Hastings sem býður einungis upp á nám í lögfræði.

Skólarnir sem mynda Kaliforníuháskóla eru (auk Lagaskólans í Hastings):

Myndasafn

breyta

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta