Fyrir aðrar merkingar má sjá aðgreiningarsíðuna.

Etna (latína: Aetna; einnig þekkt sem Muncibeddu á sikileysku eða Mongibello á ítölsku, sem er samsetning latneska orðsins mons og arabíska orðsins gebel sem bæði merkja „fjall“) er virk eldkeila á austurströnd Sikileyjar við Messínasund á Suður-Ítalíu. Etna er hæsta virka eldfjall Evrópu og nær í 3.329 metra hæð yfir sjávarmáli. Hún er líka hæsta fjall Ítalíu sunnan Alpafjalla. Etna er með virkustu eldfjöllum jarðar og eldsumbrot í fjallinu eru nánast stöðug.

Etna séð úr flugvél.
Eldgos 2011
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.