Lars Demian (f. 9. apríl 1957) er sænskur tónlistarmaður frá Halmstad. Lars er þekktur fyrir kröftuga texta sína sem fjalla oftar en ekki um svartari hliðar tilverunnar, oft með bítandi háði.

Lars Demian 1992.

Lars Demian heitir réttu nafni Lars Bengtsson, en tók upp listamannsnafnið Demian til að skapa sér sérstöðu. Í fyrstu nefndi hann sig Demian D þegar hann gaf út fyrsta lag sitt: Tårar. En upp frá fyrstu hljómplötu sinni nefndi hann sig Lars Demian. Það var hljómplatan Pank sem kom út 1990, en sú plata inniheldur eitt þekktasta lag hans: Alkohol.

1991 hlaut Lars Demian styrk sem kenndur er við trúbadorinn Fred Åkerström.

Einkalíf

breyta

Lars Demian var giftur Ika Nord í mörg ár og samdi þematónlistina við barnaþætti hennar Ika i rutan og Ikas TV-kalas sem voru sýndir í Ríkissjónvarpi Svíþjóðar (Sveriges Television) á níunda áratugi 20. aldar. Núna er hann giftur sænsku leikkonunni Philomène Grandin.

Hljómplötur Lars Demian

breyta
  • 1990 - Pank
  • 1991 - Lycka till
  • 1992 - Favoriter i dur & moll
  • 1994 - Man får vara glad att man inte är död
  • 1997 - Elvis & Jesus & Jag
  • 2002 - Sjung hej allihopa
  • 2004 - Ännu mera jag - Lars Demians bästa
  • 2007 - Välkommen hit
  • 2009 - Att inte vara Pär Gezzle
  • 2012 - Svenne tills du dör

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.