Þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíðargildi laga nr. 13/2011

Þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíðargildi laga nr. 13/2011 var haldin laugardaginn 9. apríl 2011. Lögin voru almennt kölluð Icesave 3 og fjölluðu um heimild fjármálaráðherra til að staðfesta samninga, sem áritaðir voru í London 8. desember 2010, um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta til breska og hollenska ríkisins á kostnaði af greiðslu lámarkstryggingar til innistæðueigenda í útibúum Landsbanka Íslands hf í Bretlandi og Hollandi og greiðslu eftirstöðva og vaxta af þeim skuldbindingum.

Kosið var um endurgreiðslusamning. Samningurinn er í breskum pundum og evrum. Samningurinn er til ársins 2024 en er framlengjanlegur til ársins 2042. Framlengingin virkar þannig að ef heildargreiðslur fara yfir 40 milljarða, hækkar lánstíminn um eitt ár við hverja 10 milljarða aukalega. Vextir af láninu frá október 2009 til 2016 eru 3,3% til Bretlands og 3% til Hollands. Eftir þann tíma er miðað við CIRR vexti, sem eru reiknaðir mánaðarlega. Núverandi CIRR vextir eru 2,27% til Bretlands og 2,32% til Hollands.[1] Í samningnum er jafnframt að finna 5% þak, miðað við tekjur ríkisins, gjaldfellingarákvæði, vanefndarúrræði, fjárhæðaviðmið og greiðslufresti. Komi upp ágreiningur um samninginn fer ágreiningurinn fyrir Alþjóðagerðardómstólinn í Haag.[2]

Framkvæmd og niðurstöður kosninganna

breyta
„Lög nr. 13/2011 kveða á um heimild til handa fjármálaráðherra til að staðfesta samninga, sem áritaðir voru í London 8. desember 2010 um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta til breska og hollenska ríkisins á kostnaði af greiðslu lágmarkstryggingar til innistæðueigenda í útibúum Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi og Hollandi og greiðslu eftirstöðva og vaxta af þeim skuldbindingum. Lögin voru samþykkt á alþingi hinn 16. febrúar 2011 en forseti Íslands synjaði þeim staðfestingar. Eiga lög nr. 13/2011 að halda gildi?“
Kjördæmi % nei % auðir % ógildir % samtals kjörsókn (%)
Reykjavík norður 46,7 53,3 32.613 73,2
Reykjavík suður 45,7 54,3 33.492 75,3
Suðvesturkjördæmi [3] 19.338 41,6 27.110 58,4 467 0,9 205 0,4 47.120 77,8
Norðvesturkjördæmi 34,6 63,9 15.994
Norðausturkjördæmi 37,8 62,2 20.991 73,2
Suðurkjördæmi 27,1 72,9 24.881 75,5
Samtals [4] 69.462 39,7 103.207 58,9 2039 1,1 406 0,2 177.559 75

Tengt efni

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „OECD - CIRR Rates“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 13. mars 2011. Sótt 10. apríl 2011.
  2. Samantekt samningarnefndar vegna Icesave
  3. 58,37% nei í SV kjördæmi
  4. Lokatölur Icesave kosninganna