Steinunn Kristín Þórðardóttir

Steinunn Kristín Þórðardóttir (Steinunn Kristin Thordardottir), fædd 9. apríl 1972 í Reykjavík, er framkvæmdastjóri Glitnis banka í London, og varamaður í stjórn Glitnir Bank ASA í Noregi[1] og Glitnis sjóða á Íslandi[2]. Hún situr einnig í framkvæmdastjórn Bresk-íslenska viðskiptaráðsins[3] og er ennfremur í stjórn óháðu þróunar og mannúðarsamtakanna, ICEAID[4].

Steinunn Kristín Þórðardóttir

Steinunn útskrifaðist með BA gráðu í alþjóðaviðskiptum og stjórnmálum frá University of South Carolina 1995 og hlaut síðan MBA gráðu frá Thunderbird School of Global Management í Arizona 1999.

Steinunn starfaði í eignastýringardeild Glitnis (þá Íslandsbanka) frá 1995-97 og síðan í alþjóðadeild bankans en fór síðan til starfa hjá Enron Corporation í Bandaríkjunum og Evrópu.

Steinunn sneri aftur til Íslands 2001 og var ráðin á alþjóðasvið Glitnis (þá Íslandsbanka), og varð í ágúst 2003 forstöðumaður alþjóða lánveitinga. Í nóvember 2005 var Steinunn síðan útnefnd framkvæmdastjóri Gliltnis banka í Bretlandi og suður Evrópu, fyrst kvenna til að stýra íslenskri fjármálastofnun erlendis[5].

Tilvísanir breyta

  1. http://www.glitnir.no/Index/GlitnirBank/
  2. http://wayback.vefsafn.is/wayback/20060314160743/www.glitnir.is/UmGlitni/Upplysingar/Rekstrarfelag/
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. janúar 2007. Sótt 5. nóvember 2007.
  4. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. nóvember 2007. Sótt 5. nóvember 2007.
  5. http://www.icenews.is/index.php/2005/11/02/new-managing-director-of-islandsbanki-in-uk/

Tenglar breyta