Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum

Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum (1857-1933) var íslensk ljósmóðir og skáld.

Ólöf fæddist á Sauðadalsá á Vatnsnesi og ólst upp þar á nesinu. Hún lærði ljósmóðurfræði hjá Jónassen lækni í Reykjavík og sigldi síðan til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn. Eftir heimkomuna var hún um fimm ára skeið ljósmóðir í Reykjavík en giftist þá Halldóri Guðmundssyni og fluttu þau norður að Hlöðum í Hörgárdal og við þann bæ er Ólöf jafnan kennd. Þar bjó hún yfir þrjátíu ár. Eftir það flutti hún til Akureyrar og síðustu árin bjó hún í Reykjavík.

Ólöf orti talsvert og skrifaði sögur og ævintýri. Hún gaf út tvö ljóðasöfn og hétu þau bæði Nokkur smákvæði. Þá skrifaði hún minningar frá bernskuárum sínum á Vatnsnesi og lýsir þar vel örbirgðinni og allsleysinu sem hún var alin upp við.

Heimildir breyta

  • Ólöf Sigurðardóttir, Bernskuheimili mitt, Eimreiðin, 2. tölublað (01.05.1906), Blaðsíða 96
  • Sýnisbók íslenskra bókmennta frá 1550 til 1900, Kristján Eiríksson tók saman, Reykjavík 2003.
  • Heimir Pálsson (1998). Sögur, ljóð og líf. Vaka-Helgafell. ISBN 9979-2-1306-X. Blaðsíða 39
  • Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum (lestu.is)