Dietrich Bonhoeffer

Dietrich Bonhoeffer (4. febrúar 1906 í Breslau9. apríl 1945, útrýmingabúðunum í Flossenbürg) var einhver þekktasti þýski guðfræðingur 20. aldar. Hann barðist ötullega gegn nasistum bæði í orði og verki og var einhver fyrsti þýski guðfræðingurinn til að gera sér grein fyrir hvílík hætta stafaði af hinni nýju stjórn Hitlers í Þýskalandi árið 1933.

Bonhoeffer var frá upphafi liðsmaður Játningarkirkjunnar þýsku sem sá að stuðningur við Hitler og nasismann fékk engan veginn samrýmst kristinni trú.

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta