Guðni Ágústsson

íslenskur stjórnmálamaður

Guðni Ágústsson (f. á Brúnastöðum í Hraungerðishreppi 9. apríl 1949) er framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM), fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.[1] Guðni tók við formennsku flokksins eftir afsögn Jóns Sigurðssonar hinn 23. maí 2007 og gegndi formennsku í tæpa 18 mánuði. Hann var alþingismaður á árunum 1987 til 2008.

Guðni Ágústsson (GÁ)

Fæðingardagur: 9. apríl 1949 (1949-04-09) (75 ára)
Fæðingarstaður: Brúnastaðir í Hraungerðishreppi
Flokkur: Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn
Þingsetutímabil
1987-1991 í Suðurl. fyrir Framsfl.
1991-1995 í Suðurl. fyrir Framsfl.
1995-2003 í Suðurl. fyrir Framsfl.
2003-2007 í Suðurk. fyrir Framsfl.
2007-2008 í Suðurk. fyrir Framsfl.
= stjórnarsinni
Embætti
1989-1990 2. varaforseti sameinaðs þings
1995-1999 3. varaforseti Alþingis
1995-1999 Formaður landbúnaðarnefndar
1999-2007 Landbúnaðarráðherra
Tenglar
Æviágrip á vef Alþingis

Ævi breyta

Faðir Guðna, Ágúst Þorvaldsson, var einnig þingmaður Framsóknarflokksins. Guðni var formaður Félags ungra framsóknarmanna í Árnessýslu 1972-75. Hann starfaði sem mjólkureftirlitsmaður hjá Mjólkurbúi Flóamanna árin 1976-1987. Hann sat í stjórn Hollustuverndar ríkisins 1982-86 og bankaráðs Búnaðarbanka Íslands 1990-98, þar af var hann formaður 1990-93. Hann var landbúnaðarráðherra frá 28. maí 1999 til 24. maí 2007.

17. nóvember 2008 sagði Guðni af sér þingmennsku og formennsku í Framsóknarflokknum. Við formennskunni tók Valgerður Sverrisdóttir en Eygló Harðardóttir tók við þingsæti Guðna í Suðurkjördæmi.[2]

Árið 1991 sagði Guðni, sem þá var formaður bankaráðs Búnaðarbankans: „Ég hef í tvö þing í röð lagt til að kannað verði hvort ekki megi gera upp núverandi kerfi [lífeyrissjóðanna] og stofna þess í stað eigin eftirlaunasjóði hvers og eins. Ég mun halda áfram þeirri baráttu, sem ég hef hafið fyrir því að menn átti sig á því að lífeyrissjóðirnir, eins og þeir eru nú reknir, verða gjaldþrota og geta ekki staðið við skuldbindingar sínar“. [3] Tillaga Guðna var að gjörbylta lífeyrisjóðakerfinu og vildi hann steypa lífeyrissjóðunum inn í bankana. [4]


Fyrirrennari:
Jón Sigurðsson
Formaður Framsóknarflokksins
(23. maí 200717. nóvember 2008)
Eftirmaður:
Valgerður Sverrisdóttir
Fyrirrennari:
Guðmundur Bjarnason
Landbúnaðarráðherra
(28. maí 199924. maí 2007)
Eftirmaður:
Einar K. Guðfinnsson


Tilvísanir breyta

  1. „Stjórn og starfsmenn“. Sótt 14. júlí 2012.
  2. „Guðni segir af sér þingmennsku“. 17. nóvember 2008.
  3. Kálfakjarkur ríkisstjórnarinnar; grein í Tímanum 1992
  4. „Gloppótt minni; grein af Dv.is 2010“. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. október 2010. Sótt 29. október 2010.

Tenglar breyta

   Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.