1912
ár
(Endurbeint frá Ágúst 1912)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1912 (MCMXII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 23. febrúar - Þilskipið Geir frá Hafnarfirði fórst í ofsaveðri á Selvogsbanka og með því 27 manna áhöfn. Í sama veðri tók út fimm menn af skútunni Langanes og einn af Haffara.
- 15. apríl - Þilskipið Svanur frá Reykjavík fórst í ofviðri á Selvogsbanka og með því 14 af 26 manna áhöfn.
- 6. maí - Stór jarðskjálfti varð á Suðurlandi, skammt frá Heklu. Eitt barn lét lífið.
- 29. júní - Kvikmyndahúsið Nýja bíó var stofnað.
- 14. desember - Stórbruni á Akureyri. Tólf hús brunnu til ösku en enginn fórst.
Ódagsett
- Þjóðræðisflokkurinn og Landvarnarflokkurinn sameinuðust Sjálfstæðisflokknum.
- Lystigarður Akureyrar var stofnaður.
- Efsta deild karla í knattspyrnu hófst.
- Bændaflokkurinn fyrri var stofnaður.
- Verkfræðingafélag Íslands var stofnað.
- Vatnajökulsleiðangur J.P. Koch 1912: Danski landkönnuðurinn Johan Peter Koch hélt yfir Vatnajökul. Með í för var Alfred Wegener, þýskur jarðvísindamaður og Vigfús Sigurðsson.
Fædd
- 8. janúar - Sigurður Þórarinsson, náttúrufræðingur, landfræðingur, jarðfræðingur, eldfjallafræðingur, jöklafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands.
- 2. febrúar - Ólafur Björnsson, prófessor í hagfræði (d. 1999).
- 3. október - Halldór H. Jónsson, arkitekt og viðskiptamaður. Stjórnarformaður í fjölda fyrirtækja þar á meðal Eimskipafélags Íslands.
Dáin
- 19. júlí - Jóhann Bessason, íslenskur smiður og bóndi (f. 1839).
- 20. október - Jón Borgfirðingur, fræðimaður, rithöfundur og lögregluþjónn (f. 1826).
- 24. nóvember - Björn Jónsson, ritstjóri Ísafoldar og ráðherra Íslands (f. 1846).
Erlendis
breyta- 1. janúar - Lýðveldið Kína var stofnað. Í kjölfarið var þjó
- 6. janúar - Þýski jarðeðlisfræðingurinn Alfred Wegener setti fram landrekskenninguna.
- 6. janúar - Nýja-Mexíkó varð 47. fylki Bandaríkjanna.
- 8. janúar - Afríska þjóðarráðið var stofnað í Bloemfontein, til að efla réttindi svartra Suður-Afríkubúa.
- 17. janúar - Robert Falcon Scott og teymið hans urðu annar hópurinn sem komst á Suðurpólinn.
- 12. febrúar - Tjingveldið í Kína leið undir lok. Kuomintang-þjóðernisflokkurinn var stofnaður í kjölfarið.
- 14. febrúar - Arisóna varð 48. fylki Bandaríkjanna.
- 14. febrúar - Ítalir gerðu árás á höfn Ottómana í Beirút með þeim afleiðingum að 97 létust.
- 1. mars - Fyrsta fallhlífastökk úr flugvél átti sér stað.
- 14. apríl - Knattspyrnufélagið Santos FC var stofnað í Sao Paulo.
- 15. apríl - Farþegaskipið Titanic sökk á Atlantshafi og með því fórust 1523 manns.
- 17. apríl - Lena-fjöldamorðin: Hermenn Rússakeisara skutu 270 námuverkamenn til bana og særðu aðra 250 þegar þeir mótmæltu bágum kjörum í Síberíu.
- 11. maí - Hið íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn var stofnað.
- 5. maí - Sumarólympíuleikarnir hófust í London.
- 14. maí - Kristján 10. varð konungur Danmerkur og Íslands.
- 26. júní - Novarupta-eldfjallið í Alaska gaus einu stærsta gosi 20 aldar.
- 30. júlí - Meiji-tímabilið endaði í Japan.
- 4. ágúst - Bandarískt herlið kom til Níkaragva til stuðnings íhaldsstjórninni þar.
- 25. ágúst - Kínverski þjóðernissinnaflokkurinn Kuomintang var stofnaður.
- 8. október - Balkanstríðin hófust. Svartfjallaland réðst á Ottómanveldið.
- 18. október - Ítalía samdi við Ottómanveldið og Ítalsk-tyrkenska stíðið endar.
- 5. nóvember - Forsetakosningar í Bandaríkjunum. Demókratinn Woodrow Wilson vann stórsigur á William Howard Taft forseta, sem hafnaði í þriðja sæti á eftir Theodore Roosevelt, fyrrum forseta, sem bauð sig fram vegna óánægju margra repúblikana með Taft.
- 28. nóvember - Albanía lýsti yfir sjálfstæði frá Ottómanveldinu.
- 3. desember - Balkanstríðin, Balkanskagabandalagið: Búlgaría, Serbía, Grikkland Svartfjallaland og Serbía skrifa undir vopnahlé við Ottómanveldið.
Fædd
- 1. janúar - Kim Philby, breskur njósnari fyrir Sovétríkin (d. 1988).
- 28. janúar - Jackson Pollock, bandarískur listmálari (d. 1956).
- 27. febrúar - Lawrence Durrell, breskur rithöfundur (d. 1990).
- 29. febrúar - Manuel Rosas, mexíkóskur knattspyrnumaður (d. 1989).
- 23. mars - Wernher von Braun, þýsk-bandarískur vísindamaður (d. 1977).
- 8. apríl - Sonja Henie, norskur listskautari (d. 1969).
- 14. apríl - Arne Brustad, norskur knattspyrnumaður (d. 1987).
- 15. apríl - Kim Il Sung, forseti Norður-Kóreu (d. 1994).
- 27. apríl - James Callaghan, forsætisráðherra Bretlands (d. 2005).
- 30. apríl - Eva Braun, eiginkona Adolfs Hitler (d. 1945).
- 2. maí - Jan Morávek, austurrískur klarinettleikari og hljómsveitarstjóri (d. 1970).
- 4. maí - Alberto Galateo, argentínskur knattspyrnumaður (d. 1961)
- 20. maí
- Moses I. Finley, bandarískur og breskur fornfræðingur og sagnfræðingur (d. 1986).
- Wilfrid Sellars, bandarískur heimspekingur (d. 1989).
- 26. maí - János Kádár, ungverskur stjórnmálamaður (d. 1989).
- 23. júní - Alan Turing, enskur stærðfræðingur og rökfræðingur (d. 1954).
- 31. júlí - Milton Friedman, bandarískur hagfræðingur og nóbelsverðlaunahafi.
- 13. ágúst - Salvador Luria, ítalskur örverufræðingur og nóbelsverðlaunahafi (d. 1991).
- 15. ágúst - Julia Child, bandarískur matreiðslubókahöfundur og sjónvarpskokkur (d. 2004).
- 4. ágúst - Raoul Wallenberg, sænskur viðskiptamaður, erindreki og mannúðarvinur.
- 23. ágúst - Gene Kelly, bandarískur leikari og dansari (d. 1996).
- 25. ágúst - Erich Honecker, leiðtogi Austur-Þýskalands (d. 1994).
- 31. ágúst - Ichiji Otani, japanskur knattspyrnumaður (d. 2007).
- 29. september - Michelangelo Antonioni, ítalskur kvikmyndaleikstjóri (d. 2007).
- 17. október - Jóhannes Páll 1. páfi (d. 1978).
- 31. október - Dale Evans, bandarískur rithöfundur, kvikmyndastjarna og kántrítónlistarmaður (d. 2001).
- 3. nóvember - Alfredo Stroessner, forseti Paragvæ (d. 2006).
- 20. nóvember - Otto von Habsburg, síðasti krónprins austurrísk-ungverska keisaradæmisins.
- 12. desember
- Boun Oum, laóskur stjórnmálamaður (d. 1980).
- Thorbjörn Egner, norskur rithöfundur (d. 1990).
Dáin
- 1. mars - Ludvig Holstein-Ledreborg, danskur forsætisráðherra (f. 1839).
- 29. mars - Robert Falcon Scott, bandarískur landkönnuður (f. 1868).
- 15. apríl - Edward John Smith, skipstjori RMS Titanic.
- 20. apríl - Bram Stoker, írskur rithöfundur (f. 1847).
- 4. maí - Nettie Stevens, bandarískur erfðafræðingur sem uppgötvaði kynlitninga.
- 14. maí - Friðrik 8., Danakonungur.
- 14. maí - August Strindberg, sænskur rithöfundur og leikskáld (f. 1849).
- 30. maí - Wilbur Wright, frumkvöðull í flugi.
- 12. júní - Frédéric Passy, franskur hagfræðingur sem vann til friðarverðlauna Nóbels árið 1901.
- 15. júní - William Watson Goodwin, bandarískur fornfræðingur.
- 18. júlí - Johann Martin Schleyer, þýskur prestur sem bjó til tungumálið volapük.
- 30. júlí - Meiji keisari, 122. keisari Japans.
- 20. ágúst - William Booth, stofnandi Hjálpræðishersins (f. 1829).
- 6. október - Auguste Beernaert, belgískur stjórnmálamaður og forsætisráðherra Belgíu. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1909.