Titanic
RMS Titanic var breskt, gufuknúið farþegaskip og stærsta skip sem byggt hafði verið fram að því. Skipið lagði af stað frá Southampton í jómfrúarferð sína 10. apríl 1912. Skipið var á leiðinni til New York með stoppi í Frakklandi og Írlandi. Á fjórða degi siglingar 14. apríl kl. 23:40 sigldi skipið utan í borgarísjaka, rúmlega 600 km frá Nýfundnalandi. Klukkan 2:20 eftir miðnætti brotnaði skipið í tvennt og sökk.
Skipstjóri: | Edward John Smith |
Útgerð: | |
Þyngd: | 46.328 brúttótonn |
Lengd: | 269,1 m |
Breidd: | 28,2 m |
Ristidýpt: | 19,7 m |
Vélar: | Gufuvél |
Siglingahraði: | 21 sjómílur |
Tegund: | Ólympíuskemmtiferðaskip |
Bygging: |
Titanic var kallað „ósökkvanlega skipið“ og þess vegna hafði það aðeins 20 björgunarbáta þótt það hafði verið hannað fyrir 64. Um það bil 2224 manns voru um borð í skipinu þegar það sökk, 337 í fyrsta farrými, 285 í öðru farrými, 721 í þriðja farrými og 885 manns í áhöfn. Aðeins 705 manns komust af og var bjargað af skipinu Carpathia. en um 1500 manns létust. Titanic fannst á hafsbotni árið 1985, staðsett nákvæmlega: 41.46 N 50.14 W
Þau sem létust
breytaBörn, fyrsta farrými: samtals 6, látin: 0 bjargað: 6 lifðu af:100% létust: 0% Konur, fyrsta farrými: samtals 144, látnar: 4 bjargað: 140 lifðu af:97,22% létust:2,78% Karlar, fyrsta farrými: samtals 175, látnir:118 bjargað 57 lifðu af:32,57% létust:67,43%
Börn, annað farrými: samtals 24, látin: 0 bjargað 24 lifðu af:100% létust:0% Konur, annað farrými: samtals 93, látnar: 13 bjargað: 80 lifðu af:86,02% létust:13,98% Karlar, annað farrými: samtals 168, látnir: 154 bjargað: 14 lifðu af:8,33% létust:91,67%
Börn, þriðja farrými: samtals 79, látin: 52 bjargað: 27 lifðu af:34,18% létust:65,82% Konur, þriðja farrými: samtals 165, látnar: 89 bjargað: 76 lifðu af:46,06% létust:53,94% Karlar, þriðja farrými: samtals 462, látnir: 387 bjargað: 75 lifðu af:16,23% létust:83,77%
Konur, áhöfn: samtals 23, látnar: 3 bjargað: 20 lifðu af:86,96% létust:13,04% Karlar, áhöfn: samtals 885 , látnir: 693 bjargað: 192 lifðu af:21,69% létust:78,31%
Samtals lifðu af 31,97% þeirra sem á skipinu voru en 68,03% létust.