Volapuk (framburður: [volaˈpyk]) er tilbúið tungumál sem búið var til á árunum 1879–1881. Höfundur þess, Johann Martin Schleyer, var rómversk-kaþólskur prestur í heimaborg sinni Baden í Þýskalandi.

Volapük
Volapük
Málsvæði Alþjóðlegt; mest þó í Evrópu
Heimshluti um allan heim
Fjöldi málhafa U.þ.b. 20
Sæti Ekki á meðal 100 efstu
Ætt Tilbúið tungumál
Tungumálakóðar
ISO 639-1 vo
ISO 639-2 vol
SIL vol
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Málfræði

breyta

Fleirtala er mynduð með endingunni -s. Nafnorð beygjast öll eins og hafa fjögur föll: nefnifall, þolfall, þágufall og eignarfall.

dom „hús“
Fall et. flt.
nf. dom doms
þf. domi domis
þgf. dome domes
ef. doma domas

Nútíð framsöguháttar er einfaldasta form sagnorða. Endingin -ön er notuð til myndunar nafnháttar. Þátíð er mynduð með forskeyti frekar en viðskeyti eða hljóðavíxli í stofni.