Nettie Maria Stevens (7. júlí 1861 – 4. maí 1912) var bandarískur erfðafræðingur sem uppgötvaði kynlitninga.[1] Árið 1905, skömmu eftir enduruppgötvun greinar Mendels um erfðafræði árið 1900, sá hún að karlkyns mjölormar framleiddu tvær tegundir af sæði, eina með stóran litning og aðra með lítinn litning. Þegar sæði með stóra litninginn frjóvgaði eggin eignuðust þeir kvenkyns afkvæmi og þegar sæði með litla litninginn frjóvgaði eggin eignuðust þeir karlkyns afkvæmi.[2] Kynlitningaparið sem hún rannsakaði varð síðar þekkt sem X- og Y-litningar.[2][2][3][4]

Nettie Stevens árið 1904.

Tilvísanir breyta

  1. „Nettie Stevens | American biologist and geneticist“. Encyclopedia Britannica (enska). Sótt 12. ágúst 2019.
  2. 2,0 2,1 2,2 Brush, Stephen G. (júní 1978). „Nettie M. Stevens and the Discovery of Sex Determination by Chromosomes“. Isis. 69 (2): 162–172. doi:10.1086/352001. JSTOR 230427. PMID 389882.
  3. „Nettie Maria Stevens – DNA from the Beginning“. www.dnaftb.org. Sótt 7. júlí 2016.
  4. John L. Heilbron (ed.), The Oxford Companion to the History of Modern Science, Oxford University Press, 2003, "genetics".