William Howard Taft

27. forseti Bandaríkjanna

William Howard Taft (15. september 18578. mars 1930) var 27. forseti Bandaríkjanna fyrir repúblikana frá 4. mars 1909 til 4. mars 1913. Hann var stríðsmálaráðherra í ríkisstjórn Theodore Roosevelt. Taft hafði þau völd að hann varð í reynd forseti í fjarveru Roosevelts. Roosevelt studdi síðan framboð Tafts til forseta. Síðar varð ósætti milli þeirra sem klauf flokkinn fyrir forsetakosningarnar 1912. Það varð til þess að demókratinn Woodrow Wilson vann kosningarnar.

William Howard Taft
William Howard Taft árið 1908.
Forseti Bandaríkjanna
Í embætti
4. mars 1909 – 4. mars 1913
VaraforsetiJames S. Sherman (1909–1912)
Enginn (1912–1913)
ForveriTheodore Roosevelt
EftirmaðurWoodrow Wilson
Forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna
Í embætti
11. júlí 1921 – 3. febrúar 1930
Skipaður afWarren G. Harding
ForveriEdward Douglass White
EftirmaðurCharles Evans Hughes
Stríðsmálaráðherra Bandaríkjanna
Í embætti
31. janúar 1904 – 30. júní 1908
ForsetiTheodore Roosevelt
ForveriElihu Root
EftirmaðurLuke Edward Wright
Persónulegar upplýsingar
Fæddur15. september 1857
Staunton, Virginíu, Bandaríkjunum
Látinn8. mars 1930 (72 ára) Washington, D. C., Bandaríkjunum
ÞjóðerniBandarískur
StjórnmálaflokkurRepúblikanaflokkurinn
MakiHelen Herron (g. 1886)
Börn3
HáskóliYale-háskóli (BA)
Cincinnati-háskóli (LLB)
Undirskrift

Árið 1921 skipaði Warren G. Harding Bandaríkjaforseti Taft í embætti forseta Hæstaréttar Bandaríkjanna. Hann gegndi þeirri stöðu þar til hann lét af störfum vegna heilsubrests í byrjun ársins 1930.[1] Taft er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur einnig verið Hæstaréttardómari.

Tilvísanir

breyta
  1. Jón Þ. Þór (2016). Bandaríkjaforsetar. Urður bókafélag. bls. 256. ISBN 9789935919458.


Fyrirrennari:
Theodore Roosevelt
Forseti Bandaríkjanna
(1909 – 1913)
Eftirmaður:
Woodrow Wilson


   Þetta æviágrip sem tengist sögu og stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
   Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.