Jóhannes Páll 1.

Páfi kaþólsku kirkjunnar árið 1978

Jóhannes Páll 1. (17. október 1912 – 28. september 1978), fæddur undir nafninu Albino Luciani, var páfi kaþólsku kirkjunnar í einn mánuð árið 1978. Jóhannes Páll 1. er síðasti páfinn fram á okkar daga sem fæddist á Ítalíu og páfatíð hans var ein sú stysta í sögu kaþólsku kirkjunnar. Hann er stundum kallaður „páfinn brosmildi“ (ítalska: Il Papa del Sorriso) eða „septemberpáfinn“.

Jóhannes Páll 1.
Jóhannes Páll árið 1978.
Skjaldarmerki Jóhanns Páls 1.
Páfi
Í embætti
26. ágúst 1978 – 28. september 1978
ForveriPáll 6.
EftirmaðurJóhannes Páll 2.
Persónulegar upplýsingar
Fæddur17. október 1912
Canale d'Agordo, Belluno, Veneto, Ítalíu
Látinn28. september 1978 (65 ára) Vatíkaninu
ÞjóðerniÍtalskur (með vatíkanskan ríkisborgararétt)
TrúarbrögðKaþólskur
Undirskrift

Albino Luciani, sem þá hafði verið erkibiskup Feneyja frá árinu 1969,[1] var kjörinn páfi eftir fjórar atkvæðagreiðslur þann 28. ágúst árið 1978. Luciani tók sér nafnið Jóhannes Páll í höfuðið á síðustu tveimur páfum á undan sér, Jóhannesi 23. og Páli sjötta.[2][3] Á þeim stutta tíma sem Jóhannes Páll 1. sat á páfastól þótti hann hleypa ferskum andvara á embættið með hógværð sinni og alþýðleika. Hann lét t. d. ekki krýna sig samkvæmt hefð heldur lét hann halda sérstaka vígslumessu og í stað þess að láta bera sig þangað í hásæti kom hann gangandi.[4]

Jóhannes Páll 1. lést aðeins 33 dögum eftir að hafa sest á páfastól. Skyndilegur dauði páfans leiddi fljótt til ýmissa samsæriskenninga um að hann hefði verið myrtur vegna viðleitni sinnar til að koma á umbótum í stjórnkerfi kaþólsku kirkjunnar.[5][6]

Tilvísanir breyta

  1. „Vel til þess fallinn að vera í forsvari“. Morgunblaðið. 29. ágúst 1978. Sótt 2. maí 2019.
  2. „Jóhannes Páll páfi I – fetar í fótspor tveggja fyrirrennara sinna“. Dagblaðið. 28. ágúst 1978. Sótt 2. maí 2019.
  3. „Jóhannes Páll I. hirðir og trúboði“. Tíminn. 29. ágúst 1978. Sótt 20. maí 2019.
  4. „Jóhannesi Páli páfa entist ekki ævi til að koma á umbótum“. Vísir. 30. september 1978. Sótt 2. maí 2019.
  5. „Var brosmildi páfinn myrtur?“. Dagblaðið Vísir. 24. mars 1990. Sótt 2. maí 2019.
  6. „Var Jóhannesi Páli páfa I byrlað eitur?“. Morgunblaðið. 24. júní 1984. Sótt 20. maí 2019.


Fyrirrennari:
Páll 6.
Páfi
(26. ágúst 197828. september 1978)
Eftirmaður:
Jóhannes Páll 2.


   Þetta æviágrip sem tengist trúarbrögðum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.