Nýja bíó var kvikmyndahús í Reykjavík sem hóf starfsemi 29. júní árið 1912. Stofnendur voru nokkrir athafnamenn í Reykjavík. Fyrst var kvikmyndahúsið sett upp í austurendanum á Hótel Íslandi þar sem var áður veitingasalur. Nafnið var til aðgreiningar frá Gamla bíói, Reykjavíkur Biograftheater, í Fjalakettinum þar skammt frá. Árið 1919 var hafist handa við að reisa nýtt steinsteypt hús við Austurstræti og Lækjargötu og flutti þangað inn sumarið 1920. Árið 1986 tók Árni Samúelsson húsnæðið á leigu og kallaði það Bíóhúsið. Árið 1987 lögðust kvikmyndasýningar af í húsinu og 1988 var þar stofnaður skemmtistaðurinn Lækjartunglið sem síðar hét aðeins Tunglið. Þann 30. júlí 1998 brann húsið og gjöreyðilagðist. Það var síðan rifið og Iðuhúsið reist þar í staðinn. Framhlið Nýja bíós við Austurstræti var notuð sem fyrirmynd að framhlið Grillmarkaðarins sem var reistur þar 2011.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.