Thomas Willis
Thomas Willis (27. janúar 1621 – 11. nóvember 1675) var enskur læknir sem vann brautryðjandi starf á sviði líffærafræði, taugalækninga, og geðlækninga. Hann var einn af stofnendum Konunglega breska vísindafélagsins.
Æviágrip
breytaThomas fæddist í Wiltshire-héraðinu á Englandi. Þegar hann var 10 ára missti hann móður sína og bjó hann þá einn með föður sínum, þangað til að hann gifti sig aftur. Thomas var konungssinni og á árum borgarastríðsins var hann sviptur eignarétti af bújörð fjölskyldunar sem var nærri Oxford. Árið 1640 byrjaði hann að starfa sem læknir hjá Karli I Englandskonungi. Hann útskrifaðist úr háskóla árið 1642 eftir átta ára skólagöngu. Eftir það starfaði hann við lækningar í bænum Abingdon við Oxford.
Thomas bjó síðar á Mertonstræti sem er í miðbæ Oxford á árunum 1657 til 1667. Á þeim árum gaf hann út tvö mikilvæg verk í læknisfræði sem heita De Fermentatione og De Febribus. Ritin komu út árin 1656 og 1659. Frá 1660 til dauðadags var Thomas prófessor í náttúruvísindum við Oxford.