iPad
iPad er spjaldtölva (e. tablet [computer]) hönnuð, þróuð og seld af Apple. Tækið er notað til að skoða stafrænar bækur (frá iBookstore), myndir og myndbönd, horfa á tónlist, vafra um á Internetinu og spila leiki. Stærð og þyngd tækisins á milli þeirra snjallsíma og fartölva. Stýrikerfið á iPad er sama og það sem keyrt er á iPod touch og iPhone. Hægt er að nota forrit sem skrifað var fyrir iPhone á iPad. Án breytinga getur iPad aðeins verið notað með forriti sem hleðið er niður frá App Store forritversluninni frá Apple. Forritið iWork fæst líka á iPad, en fylgir ekki með henni.
Eins og iPod Touch og iPhone er iPad með fjölsnertiskjá, ólík öðrum spjaldtölvum sem settar hafa verið á markað. Þessum tölvum var stýrt með stílum og flestar voru með innbyggðum lyklaborðum. Lyklaborðið á iPad er á snertiskjánum og er aðeins sýnt þegar það er notað. iPad er með Wi-Fi-samband til að hlaða gögnum niður frá Internetinu en sumar tegundir eru líka með 3G (valmöguleiki fyrir fyrstu kynslóð), 4G, eða 5G-samband. Tónlist (o.fl.) er hægt að flutja yfir á iPad með iTunes-forriti frá tölvu í gegnum USB-kapal. iPad er með örgjörva sem þróaður hefur verið og framleiddur af Apple, Apple A4.
Apple kynnti fyrstu iPad janúar 2010 og yfir 3 milljónir tæki seldust í fyrstu 80 daga.[1] Árið 2010 seldust 14,8 milljónir iPad-stykki um heiminn,[2][3][4] sem var um 75% af öllum spjaldtölvum sem seldar var það ár.[5] Fyrir iPad 2 var kynnt mars 2011 hafa yfir 15 milljónir stykki selst.[6] Búast má við að markaðshlutdeild iPad í Bandaríkjunum verður um 83% árið 2011.[7]
SagaBreyta
ForsagaBreyta
Fyrsta spjaldtölvan sem Apple kynnti var lófatölvan Newton MessagePad 100,[8][9] sem kynnt var árið 1993. Tilkynningu MessagePad 100 fylgdi þróun örgjörvans ARM6 í sambandi við breska fyrirtækið Acorn Computers. Apple þróaði líka spjaldtölvufrumgerð sem byggð var á PowerBook Duo og hét PenLite en ákveðið var að ekki selja hana svo að sölutekjur af MessagePad væru ekki skemmdar.[10] Apple kynnti nokkrar aðrar Newton-lófutölvur en síðasta tölvun í þessari línu, MessagePad 2100, var tekin af markaðnum árið 1998.
Apple for aftur inn í fartækjamarkaðinn árið 2007 með tilkynningu iPhone. Hann er snjallsími sem er smærri en iPad en með myndavél og farsímatæki. iPhone var fyrsta tækið frá Apple með fjölsnertiskjá og stýrikerfinu iOS (nefnt iPhone OS á þeim tíma). Borið hafði verið út orðróm um tilkynningu iPad í nokkur ár fyrir árið 2009. Talið var að nafnið á þessari spjaldtölvu gæti verið iTablet eða iSlate.[11] Nafnið iPad er að því er talið er tilvísun til tækis í Star Trek sem heitir PADD og lítur mjög svipað út. Steve Jobs kynnti iPad 27. janúar 2010 á blaðamannafund í Yerba Buena Center for the Arts í San Francisco.[12][13]
Síðar sagði Jobs að þróun á iPad hefði byrjað áður en þróun á iPhone en ákveðið væri að setja hana í hillu þegar hann fattaði að hugmyndir hans væru eins góðar í farsíma.[14]
Fyrsta kynslóðBreyta
Forpantanir á iPad hófust í Bandaríkjunum þann 12. mars 2010. Eini munurinn á iPad sem var kynnt og þá sem var seld var sú að tilgangi rofans vinstri megin á tækinu hafði verið breytt: hann slökkvaði ekki lengur á hljóði heldur á snúningi skjásins. Sölur á iPad með Wi-Fi hófust í Bandaríkjunum þann 3. apríl 2010. Útgáfan með Wi-Fi og 3G kóm út 30. apríl sama ár. Farsímafyrirtækið AT&T býður upp á 3G-þjónustu í Bandaríkjunum og í fyrstu voru tveir áskriftarvalkostir: einn með ótakmarkaðri gagnanotkun og einn með takmörkum af 250MB á mánuði. Hægt er að gerast áskrifandi að þessum áskriftum beint á iPad.
Í fyrstu var iPad seld aðeins í Apple Store-verslunum og í netverslun fyrirtækisins. Síðan hún var kynnt hefur iPad fengist í mörgum verslunum meðal annars Amazon, Walmart, Best Buy, Verizon og AT&T. iPad var sett á markað í Ástralíu, Frakklandi, Japan, Kanada, Sviss, Þýskalandi, og á Bretlandi, Ítalíu og Spáni þann 28. maí 2010.[15] Forpantanir hófust á þessum löndum þann 10. maí. iPad var kynnt í Austurríki, Belgíu, Hollandi, Hong Kong, Lúxemborg, Mexíkó, Nýja-Sjálandi, Singapúr, og á Írlandi þann 23. júlí. Innflutningur tækisins inn í Ísrael var bannaður í stuttan tíma vegna áhyggja á að Wi-Fi-kubburinn í iPad gæti trufla önnur tæki. iPad var kynnt opinberlega í Kína þann 17. september 2010.[16]
Tækið var mjög vinsælt en 300.000 stykki seldust fyrsta daginn. Áður en 3. maí 2010 hafa milljón iPad selst, í um helming tíma sem milljón iPhone selst. Á símafund 18. október 2010 tilkynnti Steve Jobs að Apple hefði selt fleiri iPad-stykki en Mac-stykki í þann ársfjórðung. Samtals seldust um 15 milljónir iPad áður en tilkynning iPad 2.
iPad 2Breyta
Steve Jobs tilkynnti iPad 2, annað kynslóð af iPad, 2. mars 2011 á blaðamannafund þó að hann væri í veikindaleyfi á þeim tíma.[17][18] iPad 2 er 33% þynnri en fyrsta iPad, og í henni er hraðari tvíkjarna örgjörvi: Apple A5. Samkvæmt Apple er þessi örgjörvi tvívegis hraðari en sá í fyrstu iPad. Í nýrra útgáfunni eru innbyggðar myndarvélar bæði að aftan og framan sem má vera notaðar til að halda FaceTime-vídeósamtöl, og innbyggður snúðvísir. Rafhlaðan í henni endist í 10 klukkustundir, eins og fyrsta útgáfan. Verðin eru líka svipuð.
iPad 2 hefur verið á markað í Bandaríkjunum síðan 11. mars 2011 og fæst í Apple Store-verslunum og netverslun Apple. iPad 2 var tilkynnt í öðrum löndum 25. mars, meðal annars í Ástralíu, Frakklandi, Kanada, Mexíkó, Þýskalandi og á Bretlandi og Íslandi.[19] Kynningu iPad í Japan var frestað vegna hamfaranna en tækið er nú til sölu þar.
Tæknilegar upplýsingarBreyta
Kynslóð | iPad (upprunaleg)[20] | iPad 2[21] |
---|---|---|
Kynnt | 27. janúar 2010 | 2. mars 2011 |
Skjár | 22 cm (9,7 tomma) IPS LED baklýstur kristalskjár | |
Örgjörvi | 1 GHz Apple A4 | 1 GHz Apple A5 |
Grafík | 1024 × 768 díla, 20cm × 15cm, 132ppi | |
Geymsla | 16, 32 or 64 GB leifturminni | |
AirPort | Innbyggð 802.11n og Bluetooth 2.1 + EDR | |
3G-nettenging | 7.2 Mbit/s HSDPA | |
Stýrikerfi | iOS 4.3 | |
Rafhlaða | Innbyggð lithium-polýmer 25 W·h (allt að 10 klst. í notkun, 1 mánuður til reiðu) | |
Myndavél | Engin | Að aftan: Vídeóupptaka, HD (720p) allt að 30 ramma á sekúndu með hljóði; stafræn myndavél með 5x zoom (stafrænt) Að framan: Vídeóupptaka, VGA allt að 30 ramma á sekúndu með hljóði; stafræn myndavél (VGA) |
Þyngd | 680 g, 730 g (3G-eintak) | 601 g, 607 g (3G-eintak) |
Mál | 24,3 cm x 19,0 cm × 1,3 cm | 24,1 cm x 18,5 cm × 0,8 cm |
TilvísanirBreyta
- ↑ „Apple Sells Three Million iPads in 80 Days“. Sótt 22. júní 2010.
- ↑ „Apple Reports Third Quarter Results“. Apple. Sótt 23. október 2010.
- ↑ „Apple Reports Fourth Quarter Results“. Apple. Sótt 23. október 2010.
- ↑ „Apple Reports First Quarter Results 2011“. Apple. Sótt 18. janúar 2011.
- ↑ „iPad 2 tablet launched by Apple's Steve Jobs“, BBC.
- ↑ „Apple Launches iPad 2“. Apple. Sótt 23. mars 2011.
- ↑ „Apple Begins Global Sales of New IPad 2 Tablet as Competition Intensifies“. Bloomberg. Sótt 21. maí 2011.
- ↑ John Gruber. „The Original Tablet“. Daring Fireball. Sótt 20. mars 2010.
- ↑ Brad Stone. „Apple Rehires a Developer of Its Newton Tablet“, The New York Times.
- ↑ „The Apple Museum: Prototypes“. The Apple Museum. Sótt 23. febrúar 2010.
- ↑ Laura June. „The Apple Tablet: a complete history, supposedly“. Engadget. Sótt 27. janúar 2010.
- ↑ „Apple Launches iPad“. Apple. Sótt 27. janúar 2010.
- ↑ „Apple iPad tablet is unveiled at live press conference“, The Star-Ledger.
- ↑ „Jobs Says iPad Idea Came Before iPhone“, Fox News.
- ↑ „iPad Available in Nine More Countries on May 28“. Apple. Sótt 9. maí 2010.
- ↑ „Massive crowds turn out for iPad launch“, China Daily.
- ↑ Miguel Helft. „Apple Says Steve Jobs Will Take a New Medical Leave“.
- ↑ „IOS 4.3, GarageBand, and IMovie: What You Need to Know“. PCWorld. Sótt 4. mars 2011.
- ↑ „iPad 2 lendir á Íslandi á morgun!“, Sport.is.
- ↑ „iPad - Technical Specifications“. Sótt 10. júní 2011.
- ↑ „iPad 2 - Technical Specifications“. Sótt 10. júní 2011.