Bohdan Khmelnytskyj

Höfuðsmaður úkraínskra kósakka (1596-1657)
(Endurbeint frá Bogdan Kmelnitskíj)

Bohdan Zynovíj Mykhajlovytsj Khmelnytskyj (úkraínska: Богдан Зиновій Михайлович Хмельницький; 27. desember 1595 – 27. júlí 1657) var stjórnmála- og hernaðarleiðtogi úkraínskra kósakka í þáverandi pólsk-litáíska samveldinu. Khmelnytskyj leiddi uppreisn gegn pólska aðlinum árið 1648 og stofnaði sjálfstætt höfuðsmannsdæmi á landsvæði sem nú er í Úkraínu. Síðar hallaði hann sér að rússneska keisaradæminu og samþykkti árið 1654 að sverja Rússakeisara hollustu sína með Perejaslav-sáttmálanum.

Skjaldarmerki Abdank-ætt Höfuðsmaður Úkraínu
Abdank-ætt
Bohdan Khmelnytskyj
Bohdan Khmelnytskyj
Богдан Хмельницький
Ríkisár 30. janúar 16486. ágúst 1657
Fæddur27. desember 1595
 Súbotív, pólsk-litáíska samveldinu
Dáinn6. ágúst 1657 (61 árs)
 Tsjyhyryn, höfuðsmannsdæmi kósakka
GröfIllinska-kirkjunni í Súbotív
Undirskrift
Konungsfjölskyldan
Faðir Mykhajlo Khmelnytskyj
Móðir Óþekkt
EiginkonaHanna Somko
Helena Czaplińska
Hanna Zolotarenko
BörnTýmisj, Júríj, Gregoríj, Ostap, Katrín, Stepanída, Elena, María

Eftir dauða Khmelnytskyj varð til eins konar þjóðsagnahefð í kringum hann. Hann varð að baráttutákni kósakka og að úkraínskri þjóðhetju. Valdatíð hans er þó jafnframt alræmd fyrir ofsóknir gegn Pólverjum, kaþólikkum og sérstaklega Gyðingum. Nokkrir tugir þúsunda þeirra voru drepnir af stjórn Khmelnytskyj.

Æviágrip

breyta

Bohdan Khmelnytskyj var af aðalsættum og talið er að hann hafi fæðst í miðhluta Úkraínu í Tsjyhyryn. Faðir hans var í þjónustu Stanisław Żółkiewski, höfuðsmanns pólsku krúnunnar, og fékk hjá honum lénsyfirráð yfir Súbotív árið 1617. Bohdan Khmelnytskyj nam hjá jesúítum í Lvív og líklega í Kraká.

Árið 1620 barðist Khmelnytskyj í orrustunni við Cecora á móti her Tyrkjaveldis. Faðir hans var drepinn í orrustunni og Khmelnytskyj var tekinn til fanga. Í fangavistinni lærði hann tyrknesku og tatarísku.

Árið 1637 varð Khmelnytskyj herritari kósakka sem voru skráðir til herþjónustu og fékk síðan hundraðsdeild kósakka undir sína stjórn. Hann tók upp lifnaðarhætti venjulegs kósakkahöfðingja en lenti í deilum við þorpsöldung (starosta) sem leiddi til þess að sonur Khmelnytskyj var drepinn, aðeins tíu ára.

Khmelnytskyj ákvað að ná fram hefndum og leitaði sér hælis meðal Zaporízjzja-kósakka. Hann varð síðan höfuðsmaður þeirra árið 1648 með aðstoð Tatara frá Krímkanatinu.

Uppreisn Khmelnytskyj (1648-1649)

breyta

Árið 1648 blés Khmelnytskyj til uppreisnar meðal rétttrúaðra úkraínskra bænda á móti yfirráðum pólskra, kaþólskra aðalsmanna og embættismanna þeirra, sem gjarnan voru Gyðingar. Nokkrar uppreisnir höfðu áður verið gerðar í Úkraínu, en í þetta sinn spratt upp úr henni frelsisstríð vegna trúarbragða-, samfélags- og þjóðernisdeilna sem höfðu gerjast á úkraínskri grundu.[1]

Uppreisn Khmelnytskyj breiddist út um alla Úkraínu og hann safnaði um 8.000 manna liði að baki sér. Uppreisnarherinn vann nokkra hernaðarsigra gegn Pólverjum, sem meðal annars voru leiddir af furstanum Jeremi Wiśniowiecki, lénshöfðingja Úkraínu.

Fyrsta hluta stríðsins lauk með friðarsáttmála í Zboriv, þar sem gengið var að ýmsum kröfum kósakka. Með samningnum var höfuðsmannsdæmi kósakka stofnað en bardagar brutust brátt út á ný.

Bandalagið við Rússa

breyta

Á næstu árum snerist gangur stríðsins gegn úkraínsku kósökkunum, sem leiddi til þess að þeir glötuðu mörgum þeim fríðindum sem þeir höfðu áunnið sér með Zboriv-sáttmálanum. Khmelnytskyj sneri sér því til Alexis Rússakeisara og sannfærði kósakka með nokkrum erfiðum að sverja honum hollustu sína gegn vernd hans. Bandalagið var formfest árið 1654 með Perejaslav-sáttmálanum.

Rússar tóku sér smám saman meiri stjórn í höfuðsmannsdæminu en Khmelnytskyj hafði gert ráð fyrir, sem leiddi til þess að hann reyndi þeirra í stað að semja um bandalag við Svía.[2] Tilraunir hans til að vingast við Svía báru ekki árangur.

Dauði

breyta

Þann 22. júlí 1657 fékk Khmelnytskyj heilablóðfall sem lamaði hann.[3] Hann lést tæpri viku síðar, þann 27. júlí 1657. Jarðarför hans var haldin þann 23. ágúst í Súbotív.

Fyrir dauða sinn hafði Khmelnytskyj búið svo um hnútana að höfuðsmannstignin skyldi ganga í erfðum til afkomenda hans og hafði útnefnt son sinn, Júríj, erfingja. Júríj var enn ólögráða og þótti ekki mikill stjórnskörungur og því ákváðu kósakkar í október 1657 að setja hann af og kusu úkraínska aðalsmanninn Ívan Vyhovskyj nýjan höfuðsmann.[4]

Fjöldamorð og pogrom

breyta

Mörg pogrom áttu sér stað í Úkraínu á valdaárum Khmelnytskyj. Fjöldamorð voru framin gegn Pólverjum, kaþólikkum sem vændir voru um villutrú og þeim sem sakaðir voru um að hafa reynt að breiða út pólska menningu. Gyðingar höfðu verið helstu fjárhagslegu milligöngumenn milli valdastéttarinnar og bændanna.[5] Við þetta bættist trúarlegt gyðingahatur og notkun Gyðinga sem blóraböggla.

Ofbeldi gegn Gyðingum lagði fjölda samfélaga þeirra í Úkraínu í rúst svo að aðeins stóðu eftir kjarnasamfélög í Volhyníu, Litáen og Póllandi.[6][7]

Ýmsir samtímarithöfundar lýstu blóðugum atvikum og mikilli grimmd frá þessum tíma. Í verkinu Botn hyldýpisins kallaði rabbíninn Nathan Nata Hannover, sem varð sjálfur vitni að atburðunum, Khmelnytskyj „ofsækjandann“ og lýsti því hvernig Gyðingar hefðu verið drepnir, neyddir til að gangast undir kristna trú, eða þeir seldir í þrældóm í Konstantínópel.[8]

Skáldsaga Isaacs Bashevis Singer, Satan í Goraj, sem kom út árið 1933, hefst á sögulegri frásögn af ofsóknum og drápum á Gyðingum í Úkraínu frá 1648 til 1649.[9] Í kvörtunarbréfi frá badkhn (hefðbundnum skemmtikrafti í brúðkaupum Gyðinga) sem hefur varðveist er jafnframt kvartað yfir morðum og ofsóknum af hálfu Khmelnytskyj.[9]

Tala Gyðinga sem voru drepnir á þessum tíma er breytileg eftir heimildum. Fræðimaðurinn Shaul Stampfer miðar við 40.000,[6] sagnfræðingurinn Henri Minczeles miðar við 50.000 til 60.000 og Elias Tcherikower við 80 til 100.000.[10][11][12]

 
Kirkjan í Súbotív, sem Khmelnytskyj lét byggja og þar sem hann er grafinn.

Söguleg arfleifð Bohdans Khmelnytskyj

breyta
 
Stytta til heiðurs Bohdan Khmelnytskyj í Kænugarði.
 
Bogdan Khmelnytskyj.

Bohdan Khmelnytskyj lék mikilvægt hlutverk í sögu Austur-Evrópu. Hann hafði ekki einungis mikil áhrif á framtíð Úkraínu, heldur á valdajafnvægi í austurhluta heimsálfunnar.

Frá sjónarhóli Úkraínumanna er gjarnan litið á Khmelnytskyj sem landsföður sem ruddi veg Úkraínu í átt að sjálfstæði. Með Zboriv-sáttmálanum varð Úkraína að sérstöku landi sem höfuðsmannsdæmi kósakka. Herdeild í Alþýðulýðveldinu Úkraínu var nefnd eftir Khmelnytskyj þann 1. maí 1917 og frá sjálfstæði Úkraínu árið 1991 hafa myndir af Khmelnytskyj verið á úkraínskum peningaseðlum. Borg og fylki í Úkraínu eru jafnframt nefnd eftir honum.

Rússar hafa hyllt Khmelnytskyj fyrir að endursameina landsvæði hinna fornu Kænugarðs-Rússa með því að skrifa undir Perejaslav-sáttmálann. Rússneska keisaradæmið í Moskvu gerði tilkall til sögulegrar arfleifðar hinna fornu furstadæma Austur-Slava í Garðaríki. Khmelnytskyj er því litinn jákvæðum augum í rússneskri sagnahefð, en ekki af sömu ástæðum og í Úkraínu. Í sovéskri sagnahefð var hann einnig sýndur í jákvæðu ljósi sem táknmynd „bræðralags“ milli „frændþjóðanna“ Rússlands og Úkraínu. Heiðursorða í rússneska hernum, orða Bohdans Khmelnytskyj, var því nefnd honum til heiðurs.

Pólverjar kenna Khmelnytskyj um hnignun á pólskum áhrifum í Evrópu. Í pólskri sagnahefð er uppreisn Khmelnytskyj einn af upphafspunktum hnignunartímabils sem kallað er „syndaflóðið.“ Hnignun Póllands á þessum tíma leiddi til skiptinga landsins á 18. öld. Khmelnytskyj er því kunnur í pólskri sagnahefð og birtist sem persóna í nútímaskáldverkum eins og þríleiknum Með báli og brandi eftir Henryk Sienkiewicz.

Þar sem Khmelnytskyj er ábyrgur fyrir einu versta fjöldamorði Gyðinga í sögu Evrópu er hann litinn mjög neikvæðum augum í sagnahefð þeirra.

Heimildir

breyta
  • Iaroslav Lebedynsky (2008). Ukraine, une histoire en questions. ISBN 978-2-296-05602-2..
  • Prosper Mérimée (2007). Bogdan Chmielnicki. bls. 294. ISBN 978-2-296-02965-1.
  • Iaroslav Lebedynsky, Les Cosaques, Une société guerrière entre libertés et pouvoirs - Ukraine - 1490-1790, Paris, Errance, « Civilisations et cultures », 2004 ISBN 2 87772-272-4
  • Francis Dvornik Les Slaves, histoire, civilisation de l'Antiquité aux débuts de l'Époque contemporaine, Éditions du Seuil, Paris 1970.

Tilvísanir

breyta
  1. Lebedynsky 2008, bls. 107.
  2. Iaroslav Lebedynsky 2008, bls. 116
  3. Mykhaïlo Hrouchevsky, Illustrated History of Ukraine, BAO, Donetsk, 2003, bls. 330.
  4. Francis Dvornik, Les Slaves, Éditions du Seuil, Paris 1970, bls. 855.
  5. Iaroslav Lebedynsky 2008, bls. 111
  6. 6,0 6,1 Shaul Stampfer (1. maí 2003). „What Actually Happened to the Jews of Ukraine in 1648?“. Jewish History (enska). 17: 207–227. doi:10.1023/A:1022330717763. ISSN 1572-8579. Sótt 12. ágúst 2020.
  7. Samuel Totten. Enseigner le génocide: problèmes, approches et ressources, édition de l'ère de l'information, 2004, ISBN 1-59311-074-X, p. 25.
  8. „Le fond de l'abime : les Juifs dans la tourmente des guerres cosaco-polonaises 1648-1650 / Nathan Nata Hannover, présentation, traduction, notes par Jean-Pierre Osier“. www.nli.org.il (enska). The National Library of Israel. 1683. Sótt 28. febrúar 2022.
  9. 9,0 9,1 Carole Ksiazenicer-Matheron (2002). „Messianisme et intertextualité dans La corne du bélier, d'Isaac Bashevis Singer“. Raisons politiques. 8 (4): 81. doi:10.3917/rai.008.0081. ISSN 1291-1941.
  10. Heimildir þar sem miðað er við dráp 100.000 Gyðinga:
    • "Bogdan Chmelnitzki dirige le soulèvement cosaque contre la domination polonaise ; 100.000 Juifs sont tués et des centaines de communautés juives sont détruites." Chronologie du judaïsme 1618–1770 , CBS News. Skoðað 13 maí 2007.
    • "Les paysans d'Ukraine se sont soulevés en 1648 sous un petit aristocrate Bogdan Chmielnicki. (...) On estime que 100.000 Juifs ont été massacrés et 300 de leurs communautés détruites". Oscar Reiss. Les Juifs en Amérique coloniale , McFarland & Company, 2004, ISBN 0-7864-1730-7 , bls. 98–99.
    • "De plus, les Polonais devaient être parfaitement conscients du massacre des Juifs en 1768 et plus encore du fait des massacres beaucoup plus répandus (environ 10.0000 morts) des pogroms Chmielnicki antérieurs au siècle précédent." Manus I. Midlarsky. The Killing Trap: le génocide au XXe siècle , Cambridge University Press, 2005, ISBN 0-521-81545-2 , bls. 352.
    • "(...) pas moins de 100.000 Juifs ont été assassinés dans toute l'Ukraine par les soldats cosaques de Bogdan Chmielnicki qui se déchaînaient." Martin Gilbert, Holocaust Journey: Voyager à la recherche du passé , Columbia University Press, 1999, ISBN 0-231-10965-2 , bls. 219.
    • "Une série de massacres perpétrés par les cosaques ukrainiens sous la direction de Bogdan Chmielnicki a entraîné la mort de jusqu'à 100.000 Juifs et la destruction de peut-être 700 communautés entre 1648 et 1654..." Samuel Totten. Enseigner le génocide: problèmes, approches et ressources , édition de l'ère de l'information, 2004, ISBN 1-59311-074-X , bls. 25.
    • "En réponse à la prise de contrôle par la Pologne d'une grande partie de l'Ukraine au début du XVIIIe siècle, les paysans ukrainiens se sont mobilisés en tant que groupes de cavalerie, et ces" cosaques "lors du soulèvement de Chmielnicki en 1648 ont tué environ 100.000 Juifs." Cara Camcastle. Le côté le plus modéré de Joseph De Maistre: points de vue sur la liberté politique et l'économie politique , McGill-Queen's Press, 2005, ISBN 0-7735-2976-4 , bls. 26.
    • "N'y a-t-il pas une différence de nature entre l'extermination par Hitler de trois millions de juifs polonais entre 1939 et 1945 parce qu'il voulait que chaque juif soit mort et le meurtre de masse de 1648–49 de 100.000 juifs polonais par le général Bogdan Chmielnicki parce qu'il voulait mettre fin à la domination polonaise dans l'Ukraine et était prêt à utiliser le terrorisme cosaque pour tuer des Juifs dans le processus ?" Colin Martin Tatz. Avec l'intention de détruire: Réflexions sur le génocide , Verso, 2003, ISBN 1-85984-550-9 , bls. 146.
    • "(...) massacrant environ cent mille juifs comme l'avait fait l'Ukrainien Bogdan Chmielnicki près de trois siècles plus tôt." Mosheh Weiss. Une brève histoire du peuple juif , Rowman et Littlefield, 2004, ISBN 0-7425-4402-8 , bls. 193.
  11. Chanes, Jerome A. (2004). Antisemitism (enska). ABC-CLIO. bls. 56. ISBN 978-1-85109-497-4. OCLC 270457318. Sótt 12. ágúst 2020.
  12. Histoire de la Lituanie. Un millénaire, sous la direction d'Yves Plasseraud, Édition Armeline, Crozon, 2009, bls. 194.