Jakob (eða Jacques) Bernoulli (16541705) var svissneskur stærðfræðingur. Fjölskyldan bjó í Basel. Nokkrir bræður hans voru miklir stærðfræðingar einnig, sérstaklega Johann Bernoulli. Jakob lagði mest til mála á sviði örsmæðareiknings og líkindafræði. Þar má nefna Bernoulli-dreifingu og drög að Lögmáli mikils fjölda. Bókin Ars conjectandi (Listin að draga ályktanir) kom út að honum látnum árið 1713.

Jakob Bernoulli