William Lamb, vísigreifi af Melbourne

William Lamb, annar vísigreifinn af Melbourne (15. mars 1779 – 24. nóvember 1848) var breskur stjórnmálamaður úr röðum Vigga sem var innanríkisráðherra (1830–1834) og forsætisráðherra Bretlands (1834 og 1835–1841). Hann er helst þekktur fyrir að hafa verið pólitískur lærifaðir Viktoríu drottningar þegar hún var 18 til 21 árs en Viktoría tók við krúnunni á ráðherratíð hans. Melbourne er yfirleitt ekki talinn með bestu forsætisráðherrum Bretlands þar sem engar meiriháttar innan- eða utanríkisdeilur komu upp í ráðherratíð hans og hann vann því engin meiriháttar afrek. Hann þótti þó góðhjartaður, heiðarlegur og laus við eigingirni.[1] Borgin Melbourne í Ástralíu er nefnd eftir honum.

Vísigreifinn af Melbourne
Forsætisráðherra Bretlands
Í embætti
16. júlí 1834 – 14. nóvember 1834
ÞjóðhöfðingiVilhjálmur 4.
ForveriJarlinn af Grey
EftirmaðurHertoginn af Wellington
Í embætti
18. ágúst 1835 – 30. ágúst 1841
ÞjóðhöfðingiVilhjálmur 4.
Viktoría
ForveriRobert Peel
EftirmaðurRobert Peel
Persónulegar upplýsingar
Fæddur15. mars 1779
London, Englandi
Látinn24. nóvember 1848 (69 ára) Brocket Hall, Hertfordshire, Englandi
StjórnmálaflokkurViggar
MakiCaroline Ponsonby (g. 1805; d. 1828)
Börn2
HáskóliHáskólinn í Glasgow
Trinity-háskóli (Cambridge)
Undirskrift

Melbourne var tvisvar forsætisráðherra Bretlands. Fyrri ráðherratíð hans lauk árið 1834 þegar Vilhjálmur 4. Bretakonungur leysti hann frá störfum. Þetta var í síðasta sinn sem breskur einvaldur vék forsætisráðherra úr embætti. Hann var útnefndur í embættið á ný sex mánuðum síðar og gegndi því í sex ár.

Tilvísanir

breyta
  1. J. A. Cannon, „Melbourne, William Lamb, 2nd Viscount“, The Oxford Companion to British History (2009) bls. 634.


Fyrirrennari:
Jarlinn af Grey
Forsætisráðherra Bretlands
(16. júlí 183414. nóvember 1834)
Eftirmaður:
Hertoginn af Wellington
Fyrirrennari:
Robert Peel
Forsætisráðherra Bretlands
(18. ágúst 183530. ágúst 1841)
Eftirmaður:
Robert Peel