Laurence Sterne
Laurence Sterne (24. nóvember 1713 – 18. mars 1768) var ensk-írskur skáldsagnahöfundur. Hann er þekktastur fyrir skáldsögu sína The Life and Opinions of Tristram Shandy, oftast nefnd Tristram Shandy, sem kom út í mörgum hlutum á tíu ára tímabili og þykir ein merkasta skáldsaga átjándu aldar. Sterne var klerkur og birti einnig stólræður og ævisögu, auk þess sem hann tók þátt í sjórnmálum. Sterne dó í London úr berklum.