John Chadwick (21. maí 192024. nóvember 1998) var enskur fornfræðingur, textafræðingur og málvísindamaður sem er einkum frægur fyrir að hafa ásamt Michael Ventris ráðið línuletur B á árunum 1951-1953. Hann kenndi fornfræði við Cambridge-háskóla frá 1952 og hóf það sama ár samvinnu við Ventris um að ráða línuletur B. Afrakstur rannsókna þeirra birtist í bók þeirra Documents in Mycenean Greek árið 1956. Chadwick samdi aðgengilega og vinsæla bók um samvinnu þeirra Ventris árið 1958, The Decipherment of Linear B. Hann settist í helgan stein árið 1984.

Helstu rit

breyta
  • The Decipherment of Linear B (Cambridge: Cambridge University Press, 1958, 2. útg. 1990).
  • The Mycenaean World (Cambridge: Cambridge University Press, 1976).
  • Ásamt Michael Ventris, Documents in Mycenaean Greek (Cambridge: Cambridge University Press, 1956, 2. útg. 1978).
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.