Sigurborg Ósk Haraldsdóttir
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (f. 24. nóvember 1984) er íslensk stjórnmálakona og landslagsarkítekt. Sigurborg var borgarfulltrúi fyrir hönd Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur frá árinu 2018 til 2021 og var jafnframt formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.[1]
Sigurborg hætti störfum í borgarstjórn vorið 2021 vegna álags og veikinda.[2]
Tilvísanir
breyta- ↑ Reykjavik.is, „Sigurborg Ósk Haraldsdóttir“ (skoðað 18. ágúst 2019)
- ↑ Sigurborg hættir í borgarstjórn vegna álags og veikinda Rúv, skoðað 1. maí 2021