Kolbrún Björgólfsdóttir

Kolbrún Björgólfsdóttir eða Kogga (fædd 18. mars 1952) er íslensk listakona sem sérhæfir sig í keramik. Hún lærði bæði á Íslandi, í Danmörk og í Bandaríkjunum. Hún hefur haldið margar einkasýningar á Íslandi og tekið þátt í samsýningum meðal annars í Danmörku, Svíþjóð og Færeyjum auk Íslands. Kolbrún hefur hlotið viðurkenningar og styrki á ferlinum sínum og sem dæmi má nefna þá hlaut hún Menningarverðlaun DV fyrir listhönnun árið 1993.

Nám og viðurkenningar

breyta

Kogga byrjaði árið 1969 í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, sem í dag er Listaháskóli Íslands, og kláraði árið 1973. Þaðan lá leið hennar til Danmerkur þar sem hún lærði í tvö ár í Danmarks Designskole. Eftir það kom hún heim til Íslands en árið 1984 fór hún til Bandaríkjanna og tók námskeið í Haystack Mountain School of Crafts en hún fékk námsstyrk frá Sanders Brement-sjóðnum.

Kogga hefur hlotið viðurkenningar á ferlinum sínum en helst ber þó að nefna Hönnunarverðlaun frá Samtökum Iðnaðarins sem hún hlaut árið 1996 og 1997. Einnig hefur hún hlotið fjölmarga styrki frá Starfslaunum listamanna og Launasjóði myndlistarmanna.

Ferill

breyta

Hún byrjaði vinnuferilinn sinn 1975 við kennslustörf í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og var þar til 1980. Hún tók þó að sér fleiri verkefnum en hún sá einnig um rekstur listmunagallerís og sýningarsalar og stofnsetti og rak Gallerí Sólon Íslandus ásamt öðrum listamönnum frá '76-'78 en þá stofnsetti hún og rak Gallerí Langbrók ásamt öðrum listamönnum til '85. Frá 1980-1984 var hún í rannsóknum á íslenskum leir til vinnslu í Búðardal fyrir Iðntæknistofnun og Dalaleir í Búðardag. Frá 1985 til dagsins í dag hefur hún rekið verkstæði og listmunagalleríið Kogga keramik-studio-gallerí í Reykjavík.

Verk og sýningar

breyta

Kogga hefur haldið margar sýningar í gegnum tíðina. Á Íslandi hefur hún haldið 10 einkasýningar en fyrsta einkasýningin hennar var 1976 á Kjarvalsstöðum. Hún hefur einnig sýnt til dæmis í Gallerí Sólon Íslandus sem hún stofnsetti og rak en seinasta sýningin hennar var árið 2003 í Gerðubergi. Einnig hefur hún tekið þátt í samsýningum og þá hefur hún farið aðeins út fyrir landssteinanna. Hún hefur verið með sýningar í Svíþjóð, Danmörk, Færeyjum og svo auðvitað á Íslandi. Verk hennar eru út um allan heim og sem dæmi má nefna er eitt þeirra í einkasafni forsætisráðherra Portúgals og annað í eigu einkasafns Sonju Noregsdrottningar. Einnig eru verk hennar hérna á landi en þau eru til sýnis á söfnum eins og Listasafni Reykjavíkur og Hafnarborgar, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar.

Tenglar

breyta