Jakobínarína

Jakobínarína á tónleikum árið 2006.

Jakobínarína er íslensk hljómveit sem var stofnuð í lok árs 2004 af félögunum Gunnari Bergmann Ragnarssyni, sem syngur, Hallberg Daða Hallbergssyni, sem spilar á gítar, Ágústi Fannari Ásgeirssyni, sem spilaði á gítar en leikur nú á hljómborð, Sigurði Möller Sívertsen, sem leikur á trommur og Björgvini Inga Péturssyni sem plokkar bassann. Þeir spiluðu á nokkrum tónleikum og tóku svo þátt í Músíktilraunum 2005 þar sem þeir unnu. Eftir Músiktilraunir bættist einn í hópinn, Heimir Gestur Valdimarsson. Hann var áður í hljómsveitinni Lödu Sport og spilar á gítar. Þeir hafa nú gefið út þrjár smáskífur með lögunum His Lyrics are disastrous, Jesus og This is an advertisment. Jakobínarína hefur notið mikillar hylli og hefur spilað á þremur seinustu Airwaves hátíðum og tólistarhátíðinni South by Southwest í Texas við miklar undirtektir. Hafa þeir luku upptökum á fyrstu breiðskífu sinni, The First Crusade, í byrjun árs 2007 en hún kom ekki út fyrr en í september 2007 vegna samningaörðuleika. Í febrúar 2008 tilkynnti mbl.is að hljómsveitin væri hætt[1] og héldu þeir lokatónleika sína þann 8. mars 2008.

TilvísanirBreyta

  1. „Jakobínarína er hætt“. 4. febrúar 2008.

TenglarBreyta

   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.