Johann Bayer (15727. mars 1625) var þýskur lögfræðingur og stjörnukortagerðarmaður. Hann fæddist í Rain í Neðra-Bæjaralandi árið 1572. Árið 1592 hóf hann nám í heimspeki og lögfræði við háskólann í Ingolstadt en eftir það flutti hann til Ágsborgar til að vinna sem lögfræðingur, og varð ráðgjafi í borgarráðinu árið 1612.

Stjörnumerkið Óríon í Uranometria

Bayer átti sér nokkur áhugamál fyrir utan vinnu sína, þar á meðal fornleifafræði og stærðfræði. Hann er þó þekktastur fyrir verk sín á sviði stjörnufræði, sérstaklega greiningu hans á legu hluta á himinhvolfinu. Hann var ókvæntur og lést árið 1625.

Frægasta verk Bayers var stjörnuatlasinn Uranometria Omnium Asterismorum (Kort yfir allar stjörnusamstæðurnar), gefinn út í fyrsta skipti í Ágsborg árið 1603 og tileinkaður tveimur háttsettum borgarbúum. Þessi var fyrsti atlasinn sem sýndi allt himinhvolfið, en hann var byggður á vinnu Tycho Brahe, og hugsanlega hafði Bayer fengið innblástur frá stjörnuatlas Alessandro Piccolomini De le stelle fisse (Um fastastjörnur) sem gefinn var út árið 1540. Samt voru 1.000 fleiri stjörnur í atlas Bayers. Í Uraniometria var kynnt til sögunnar nýtt nafnakerfi fyrir stjörnur (Bayer-heiti). Auk þess kynnti hann tólf ný stjörnumerki úr suðurhvolfi himinsins sem Grikkjum og Rómverjum var ekki kunnugt um.

Tunglgígurinn Bayer var nefndur eftir honum.

  Þetta æviágrip sem tengist stjörnufræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.