Aristide Briand
Aristide Pierre Henri Briand (28. mars 1862[1] – 7. mars 1932) var franskur stjórnmálamaður, lögfræðingur og ríkiserindreki sem var ellefu sinnum forsætisráðherra Frakklands og tuttugu og sjö sinnum ráðherra í þriðja franska lýðveldinu. Hann lék lykilhlutverk í mótun milliríkjasambanda eftir fyrri heimsstyrjöldina.
Aristide Briand | |
---|---|
Forsætisráðherra Frakklands | |
Í embætti 24. júní 1909 – 2. mars 1911 | |
Í embætti 21. janúar 1913 – 22. mars 1913 | |
Í embætti 29. október 1915 – 20. mars 1917 | |
Í embætti 16. janúar 1921 – 15. janúar 1922 | |
Í embætti 28. nóvember 1925 – 20. júlí 1926 | |
Í embætti 29. júlí 1929 – 2. nóvember 1929 | |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 28. mars 1862 Nantes, Frakklandi |
Látinn | 7. mars 1932 (69 ára) París, Frakklandi |
Stjórnmálaflokkur | Lýðveldissósíalistaflokkurinn (Parti républicain-socialiste) |
Starf | Stjórnmálamaður, ríkiserindreki |
Verðlaun | Friðarverðlaun Nóbels |
Briand hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1926 ásamt Gustav Stresemann fyrir að vinna að sáttum milli Frakklands og Þýskalands með Locarno-sáttmálanum árið 1925. Árið 1928 gerði hann samning við Frank Billings Kellogg utanríkisráðherra Bandaríkjanna í því skyni að gera stríð milli ríkjanna ólöglegt. Framfarir í alþjóðasamböndum sem Briand vann að með Þjóðabandalaginu voru flestar gerðar að engu í byrjun fjórða áratugsins með kreppunni miklu og uppgangi nasismans og japanskrar þjóðernishyggju.
Tilvísanir
breyta- ↑ Acte de naissance d'Aristide Pierre Henri Briand : 1er canton de Nantes, nr. 134, vue 24 Archives municipales de Nantes Geymt 4 september 2011 í Wayback Machine.
Fyrirrennari: Georges Clemenceau |
|
Eftirmaður: Ernest Monis | |||
Fyrirrennari: Raymond Poincaré |
|
Eftirmaður: Louis Barthou | |||
Fyrirrennari: René Viviani |
|
Eftirmaður: Alexandre Ribot | |||
Fyrirrennari: Georges Leygues |
|
Eftirmaður: Raymond Poincaré | |||
Fyrirrennari: Paul Painlevé |
|
Eftirmaður: Édouard Herriot | |||
Fyrirrennari: Raymond Poincaré |
|
Eftirmaður: André Tardieu |