Jean-Pierre Blanchard
Jean-Pierre Blanchard (fæddur 4. júlí 1753, látinn 7. mars 1809) var franskur uppfinningamaður og frumkvöðull í flugi. Hann flaug fyrst í loftbelg árið 1784 og árið eftir flaug hann yfir Ermarsund, frá Dover á Englandi til Calais í Frakklandi. Alls flaug hann 66 sinnum og 1793 flaug hann yfir Bandaríkin, fyrstur manna. Hann lést í loftbelgsslysi.
Ekkja Blanchard, Sophie Blanchard, flaug einnig í loftbelg og lést þegar kviknaði í loftbelg hennar og hann hrapaði til jarðar, árið 1819.