Söngvakeppni sjónvarpsins
- RÚV hefur líka staðið fyrir Söngkeppni sjónvarpsins þar sem klassískir söngvarar kepptu.
Söngvakeppni sjónvarpsins er íslenska undankeppnin fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Söngvakeppnin er framleidd af RÚV. Mismikið hefur verið gert úr keppninni og misjafn háttur hafður á valinu. Stundum hefur ein dómnefnd, eða dómnefndir verið látin velja úr sigurlagið, stundum hafa atkvæði áhorfenda verið látin ráða og stundum blanda af þessu tvennu. Í sex skipti var ekki keppni heldur valdi RÚV úr innsendum lögum og þrjú þau efstu voru kynnt í þættinum.
Söngvakeppnin var fyrst haldin 7. mars 1981, fimm árum áður en Ísland tók fyrst þátt í evrópsku keppninni.
18. mars 2020 var tilkynnt að Eurovision yrði frestað vegna COVID-19 faraldursins og því tók lagið Think about things ekki þátt það ár.