Söngvakeppni sjónvarpsins
Áleg söngvakeppni Ríkisútvarpsins frá árinu 1981
Lagt hefur verið til að færa síðuna á Söngvakeppnin vegna betri hentugleika nýja nafnsins. Sjá umfjöllun á spjallsíðunni. |
Söngvakeppnin (áður Söngvakeppni sjónvarpsins) er íslenska undankeppnin fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Söngvakeppnin er framleidd af RÚV. Mismikið hefur verið gert úr keppninni og misjafn háttur hafður á valinu. Stundum hefur ein dómnefnd, eða dómnefndir verið látin velja úr sigurlagið, stundum hafa atkvæði áhorfenda verið látin ráða og stundum blanda af þessu tvennu. Í sex skipti var ekki keppni heldur valdi RÚV úr innsendum lögum og þrjú þau efstu voru kynnt í þættinum.
Söngvakeppnin var fyrst haldin 7. mars 1981, fimm árum áður en Ísland tók fyrst þátt í evrópsku keppninni.