Sumarólympíuleikarnir 1988

Sumarólympíuleikarnir 1988 voru haldnir í Seoul í Suður-Kóreu frá 17. september til 2. október.

KeppnisgreinarBreyta

Keppt var í 237 greinum. Fjöldi keppna í einstökum íþróttaflokkum er gefinn upp í sviga.

Handknattleikskeppni ÓL 1988Breyta

Með góðum árangri á HM í Sviss 1986, tryggði Ísland sér þátttökurétt á leikunum í Seoul og voru miklar vonir bundnar við góðan árangur. Styrkleikalisti Alþjóðahandknattleikssambandsins setti Ísland í fjórða sæti heimslistans skömmu fyrir leikana. Tólf lið kepptu í tveimur riðlum og var riðill Íslands ógnarsterkur.

Fyrstu tvær viðureignir liðsins voru gegn lökustu andstæðingunum, Alsír og Bandaríkjunum. Unnust þeir leikir auðveldlega. Íslendingar reyndust Svíum lítil fyrirstaða í þriðja leiknum. Því næst fylgdi jafntefli gegn Júgóslövum, með jöfnunarmarki á lokasekúndunni. Sovétmenn reyndust svo of stór biti í lokaleik riðilsins.

Andstæðingar Íslands í leiknum um sjöunda sætið voru Austur-Þjóðverjar og hefði sigur tryggt sæti á HM í Tékkóslóvakíu 1990. Leikurinn varð sögulegur. Eftir tvær framlengingar var staðan 28:28, en Þjóðverjarnir höfðu betur í vítakeppni.

Sovéska landsliðið varð Ólympíumeistari með talsverðum yfirburðum, vann allar viðureignir sínar með nokkrum mun. Suður-Kórea hlaut silfurverðlaunin en Júgóslavar bronsið.

Þátttaka Íslendinga á leikunumBreyta

Auk handknattleikslandsliðsins, sendu Íslendingar sautján íþróttamenn til Seoul: sjö frjálsíþróttamenn, sex sundmenn, tvo júdókappa og tvo kappsiglingarmenn.

Eðvarð Þór Eðvarðsson náði bestum árangri sundmanna, varð sautjándi í 100 metra baksundi.

Uppskeran í frjálsíþróttakeppninni olli vonbrigðum. Íslendingar áttu á að skipa góðum keppendum í kastgreinum, s.s. kringlukastaranum Vésteini Hafsteinssyni, Kúluvarparanum Pétri Guðmundssyni og spjótkösturunum Vilhjálmi Einarssyni og Sigurði Einarssyni. Þeir voru allir nokkuð frá sínu besta. Einar varð þrettándi og Pétur fjórtándi.

Verðlaunaskipting eftir löndumBreyta

Nr Lönd Gull Silfur Brons Alls
1   Sovétríkin 55 31 46 132
2   Austur-Þýskaland 37 35 30 102
3   Bandaríkin 36 31 27 94
4   Suður-Kórea 12 10 11 33
5   Vestur-Þýskaland 11 14 15 40
6   Ungverjaland 11 6 6 23
7   Búlgaría 10 12 13 35
8   Rúmenía 7 11 6 24
9   Frakkland 6 4 6 16
10   Ítalía 4 4 4 14
11   Kína 5 11 12 28
12   Bretland 5 10 9 24
13   Kenýa 5 2 2 9
14   Japan 4 3 7 14
15   Ástralía 3 6 5 14
16   Júgóslavía 3 4 5 12
17   Tékkóslóvakía 3 3 2 8
18   Nýja Sjáland 3 2 8 13
19   Kanada 3 2 5 10
20   Pólland 2 5 9 16
21   Noregur 2 3 0 5
22   Holland 2 2 5 9
23   Danmörk 2 1 1 4
24   Brasilía 1 2 3 6
25   Finnland 1 1 2 4
  Spánn 1 1 2 4
27   Tyrkland 1 1 0 2
28   Marokkó 1 0 2 3
29   Austurríki 1 0 0 1
  Portúgal 1 0 0 1
  Súrinam 1 0 0 1
32   Svíþjóð 0 4 7 11
33   Sviss 0 2 2 4
34   Jamæka 0 2 0 2
35   Argentína 0 1 1 2
36   Síle 0 1 0 1
  Kosta Ríka 0 1 0 1
  Indónesía 0 1 0 1
  Íran 0 1 0 1
  Hollensku Antillaeyjar 0 1 0 1
  Perú 0 1 0 1
  Senegal 0 1 0 1
  Bandarísku Jómfrúaeyjar 0 1 0 1
44   Belgía 0 0 2 2
  Mexíkó 0 0 2 2
46   Kólumbía 0 0 1 1
  Djíbútí 0 0 1 1
  Grikkland 0 0 1 1
  Mongólía 0 0 1 1
  Pakistan 0 0 1 1
  Filippseyjar 0 0 1 1
  Tæland 0 0 1 1
Alls 241 234 264 739
 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist