Kathryn Ann Bigelow (f. 27. nóvember 1951) er bandarískur kvikmyndaleikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur sem er þekkt fyrir óhefðbundnar spennumyndir.

Kathryn Bigelow
Kathryn Bigelow árið 2010.
Fædd
Kathryn Ann Bigelow

27. nóvember 1951 (1951-11-27) (72 ára)
San Carlos í Kaliforníu í Bandaríkjunum
Menntun
  • San Francisco Art Institute (BFA)
  • Columbia University (MFA)
Störf
  • Kvikmyndaleikstjóri
  • Framleiðandi
  • Handritshöfundur
Ár virk1978-í dag
MakiJames Cameron (g. 1989; sk. 1991)

Þekktustu myndir hennar eru vampírumyndin Near Dark frá 1987, glæpatryllirinn Þrumugnýr (Point Break) frá 1991, framtíðartryllirinn Skrýtnir dagar (Strange Days) frá 1995, Brimaldan stríða (The Weight of Water) frá 2000, og stríðsmyndirnar K-19: The Widowmaker frá 2002, Sprengjusveitin (The Hurt Locker) frá 2009 og Zero Dark Thirty frá 2012. Hún er fyrsta konan sem unnið hefur Óskarsverðlaun sem besti leikstjóri, en hún vann þau árið 2010 fyrir Sprengjusveitina.

Kvikmyndaskrá

breyta

Kvikmyndir

breyta
Ár Upprunalegur titill Íslenskur titill Leikstjóri Framleiðandi Handritshöfundur
1981 The Loveless Nei
1987 Near Dark Nei
1990 Blue Steel Nei
1991 Point Break Þrumugnýr Nei Ótitluð
1995 Strange Days Skrítnir dagar Nei Nei
1996 Undertow Nei Nei
2000 The Weight of Water Brimaldan stríða Nei Nei
2002 K-19: The Widowmaker Nei
2008 The Hurt Locker Sprengjusveitin Nei
2012 Zero Dark Thirty Nei
2017 Detroit Nei

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.