Ítölsk stjórnmál


Þessi grein er hluti af greinaflokknum
ítölsk stjórnmál






breyta

Flokkar: stjórnmál, réttur og ríkisvald

Ítalska þingið er þjóðþing Ítalíu og löggjafi landsins. Það skiptist í tvær deildir með samtals 945 þingmönnum sem kjörnir eru til fimm ára í senn. Ítalska fulltrúadeildin er neðri deild þingsins með 630 þingmenn. Ítalska öldungadeildin er efri deild þingsins með 315 kjörna þingmenn auk nokkurra „öldungadeildarþingmanna til lífstíðar“ sem voru sjö talsins árið 2008.

Frá 2005 er kosið til ítalska þingsins með hlutfallskosningu sem tók við af uppbótarþingmannskerfi sem komið hafði verið á á 10. áratugnum. Kosið er til þings í 26 kjördæmum.

Ítalska fulltrúadeildin kemur saman í Montecitorio-höll (Palazzo Montecitorio) en öldungadeildin í Frúarhöllinni (Palazzo Madama).

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.