Göngugata er gata þar sem bílaumferð er bönnuð. Oft eru göngugötur verslunargötur eða svæði í miðborgum þar sem bílaumferð er talin óæskileg vegna þrengsla, mikillar umferðar gangandi fólks eða mengunar. Á þessum götum er umferð flutningabifreiða oftast leyfð á næturnar.

Merki fyrir göngugötu

Eitt elsta dæmið um göngugötu er Strikið í Kaupmannahöfn sem var gert að göngugötu, ásamt nærliggjandi götum, á 7. áratug 20. aldar.

Í sumum borgum hefur bílaumferð aldrei verið leyfð. Dæmi um slíkt eru Feneyjar og bæirnir sem mynda Cinque Terre á Ítalíu.