Ingibjörg Benediktsdóttir

Ingibjörg Benediktsdóttir, (f. 11. ágúst 1885 - d. 9. október 1953) var íslenskt ljóðskáld og kennari. Hún fæddist á á Bergsstöðum í Hallárdal, Austur-Húnavatnssýslu og lauk prófi frá gagnfræðaskólanum á Akureyri árið 1909. Hún kenndi við Kvennaskólann á Blönduósi og barnaskólann í Reykjavík. Árið 1917 kvæntist hún Steinþóri Guðmundssyni skólastjóra og voru þau búsett á Akureyri til 1933 en fluttust þá til Reykjavíkur. Þau eignuðust fjögur börn.

Ingibjörg tók virkan þátt í ýmsum félagsmálum, s.s. á vegum bindindishreyfingarinnar, Ungmennafélaganna og ýmissa kvenfélaga. Um skeið ritstýrði hún tímaritinu Nýjar kvöldvökur.

Eftir hana liggja tvær ljóðabækur. Frá afdal - til Aðalstrætis frá árinu 1938 og Horft yfir sjónarsviðið frá 1946.