Avril Lavigne
Kanadísk söngkona
Avril Lavigne (f. Avril Ramona Whibley 27. september 1984) er kanadísk rokk-, pönk og poppsöngkona. Hún fæddist í Belleville í Ontario. Þegar hún var 5 ára gömul flutti hún með fjölskyldu sinni til Napanee, Ontario í Kanada og hún ólst upp þar.
Fyrsta einsöngsframkoma hennar var í kirkju þegar hún söng lagið „Near to the heart of god“, aðeins 10 ára gömul.
Árið 1998 vann hún keppni og verðlaunin voru þau að hún fengi að syngja með kanadísku söngkonunni Shania Twain í tónleikaferð hennar. Avril stóð við hlið söngkonunnar á tónleikum í Ottawa, Kanada og þær sungu saman „What Made You Say That“.
Avril á eina yngri systur sem heitir Michelle og einn eldri bróður sem heitir Matthew.
Útgefið efni
breytaBreiðskífur
breyta- 2002 - Let Go
- 2004 - Under My Skin
- 2007 - The Best Damn Thing
- 2011 - Goodbye Lullaby
- 2013 - Avril Lavigne
- 2019 - Head Above Water
- 2022 - Love Sux
Smáskífur
breytaTenglar
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Avril Lavigne.