Hebei

hérað í Kína

Hebei (kínverska: 河北; rómönskun: Héběi) er strandhérað í norðurhluta Alþýðulýðveldisins Kína, staðsett við Bóhaíhaf sem er flói innst í Gula hafinu. Héraðið nær yfir 78.200 ferkílómetra landsvæði. Það afmarkast í norðvestri af sjálfstjórnarsvæðinu Innri Mongólíu og héruðunum Liaoning í norðaustri, Shandong í suðaustri, Henan í suðri og Shanxi í vestri.

Landakort sem sýnir legu Hebei héraðs í norðurhluta Kína.
Kort af legu Hebei héraðs í norðurhluta Kína.

Lítill hluti Hebei, Sanhe og Xianghe-sýslur, er ótengdur hinum landshlutanum héraðsins, og myndar fleyg á milli sveitarfélaganna Beijing og Tianjin. Bæði sveitarfélög Beijing og Tianjin, sem liggja að hvort öðru, voru skorin út úr Hebei héraði.

Nafnið Hebei þýðir bókstaflega „norður af fljótinu“, og vísar til staðsetningar þess norðan við hið mikla Gulafljót.

Höfuðborgin og stærsta borg héraðsins er Shijiazhuang. Hún liggur um 280 km suðvestur af Beijing borg. Höfuðborgin liggur á mótum þriggja járnbrauta: Beijing-Guangzhou (Canton) línunnar, Norður-suður stofnbrautarinnar og járnbrautalínanna til Shanxi og til Shandong.

Menningarlega og efnahagslega er Hebei eitt þróaðasta hérað í Norður-Kína.

Íbúafjöldi Hebei er yfir 74 milljónir. Flestir eru Han Kínverjar eða um 96 prósent íbúa. Aðrir teljast til þjóðabrota í minnihluta á borð við Manchu, Hui og Mongólar.

Hebei hérað er ríkt af náttúrulegum afurðum, svo sem korni, bómull og ávöxtum. Það var einnig eitt af fyrstu héruðunum Kína til að iðnvæðast. Mikil stálframleiðsla Hebei hefur haft í för með sér alvarlega loftmengun.

Myndir

breyta

Tenglar

breyta


Heimildir

breyta