Michael Lee Aday (fæddur Marvin Lee Aday; september 27, 1947 í Dallas– dáinn í Nashville janúar 20, 2022), þekktur undir sviðsnafninu Meat Loaf, var bandarískur söngvari og leikari. Hann var þekktur fyrir leikræna tilburði sína og kraftmikla rödd. Á tónlistarsviðinu gat hann sér frægðar fyrir Bat Out of Hell-þríleikinn — Bat Out of Hell (1977), Bat Out of Hell II: Back into Hell (1993) og Bat Out of Hell III: The Monster Is Loose (2006) sem hann samdi með vini sínum Jim Steinman. Hann vann Grammy-verðlaun fyrir lagið I'd Do Anything for Love árið 1993. Á kvikmyndasviðinu var hann með eftirminnileg hlutverk í The Rocky Horror Picture Show (1975) og Fight Club (1999). Aday lést árið 2022 vegna fylgikvilla COVID-19. Önnur dætra hans, Pearl, er gift gítaleikara Anthrax.

Meatloaf 1971.
Meat Loaf 2009.
Meat Loaf, New York, 2004.

Plötur

breyta
  • Bat Out of Hell (1977)
  • Dead Ringer (1981)
  • Midnight at the Lost and Found (1983)
  • Bad Attitude (1984)
  • Blind Before I Stop (1986)
  • Bat Out of Hell II: Back into Hell (1993)
  • Welcome to the Neighbourhood (1995)
  • Couldn't Have Said It Better (2003)
  • Bat Out of Hell III: The Monster Is Loose (2006)
  • Hang Cool Teddy Bear (2010)
  • Hell in a Handbasket (2011)
  • Braver Than We Are (2016)