Richard Francis Burton

Richard Francis Burton (19. mars 182119. október 1890) var breskur landkönnuður, þýðandi, rithöfundur og Austurlandafræðingur. Hann varð frægur fyrir ævintýralega könnunarleiðangra sína um Mið-Austurlönd og Austur-Afríku sem hann skrifaði um margar bækur, og einnig fyrir þýðingar sínar á ritum eins og Þúsund og einni nótt og Kama Sútra.

Þekktustu ferðir hans voru þegar hann ferðaðist, dulbúinn sem pastúni, til Mekka, ferðir hans um Austur-Afríku ásamt John Hanning Speke til að leita upptaka Hvítu Nílar, og heimsókn hans til Brigham Young í Salt Lake City. Hann var annálaður málamaður og skylmingamaður.

Að síðustu gekk hann í bresku utanríkisþjónustuna og varð ræðismaður í Damaskus, Fernando Po og Trieste. Hann var aðlaður af Viktoríu Bretadrottningu árið 1886.

TenglarBreyta

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.