Luis Vargas Peña
Luis Vargas Peña (f. 23. apríl 1907 (eða árið 1905, heimildir stangast á) - d. 19. mars 1994) var knattspyrnumaður og síðar lögfræðingur frá Paragvæ. Hann skoraði fyrsta HM-mark þjóðar sinnar á HM 1930.
Ævi og ferill
breytaVargas Peña fæddist í Asunción og gekk ungur til liðs við stórlið Olimpia. Hann var valinn í paragvæska landsliðið sem keppti í Copa America árið 1926. Þar skoraði hann mark í 5:1 tapleik gegn Síle.
Fjórum árum síðar var hann í liði Paragvæ sem tók þátt í fyrstu heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. Liðið lék tvo leiki. Fyrst steinlá það fyrir Bandaríkjamönnum, 3:0 en hafði svo betur gegn Belgum þar sem Vargas Peña skoraði eina markið.
Þegar hið svokallaða Chaco-stríð braust út milli Paragvæ og Bólivíu árið 1932 gekk Vargas Peña í herinn og varð stríðshetja. Að stríðinu loknu nam hann lögfræði og starfaði við það fag út starfsævina, m.a. sem forystumaður iðnrekenda. Hann lést árið 1994.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Luis Vargas Peña“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 22. júlí 2023.