José de Anchieta
José de Anchieta (19. mars 1534 – 9. júní 1597) var spænskur predikari og trúboði sem tilheyrði jesúítareglunni í Brasilíu. Hann var einnig kunnur málvísindamaður, rithöfundur og ljóðskáld, læknir, arkitekt og verkfræðingur.
José de Anchieta | |
---|---|
Fæddur | 19. mars 1534 |
Dáinn | 9. júní 1597 |
Hann var stofnandi borgarinnar São Paulo og einn af stofnendum borgarinnar Rio de Janeiro. Hann er kallaður „Postuli Brasilíu“. Hann var tekin í dýrlingatölu árið 2014 af Frans páfa.